ViðskiptiStjórnmál

Samið um ÍL-sjóð og stríðsyfirlýsingar

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-17 07:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Tilkynnt var í vikunni um grundvöll samkomulagi milli íslenska ríkisins og kröfuhafa á ÍL-sjóð. Það felur í sér íslenska ríkið greiði kröfuhöfum ÍL-sjóðs ríflega 600 milljarða króna með skuldabréfum. Þeir eru stærstum hluta lífeyrissjóðir landsins.

Með þessu er loks komið greinargott mat á því hvað það kostar ríkið reka samfélagsbanka eins og sumir stjórnmálamenn berjast fyrir. En það er önnur saga.

Það er vissulega ánægjulegt ríkið og lífeyrissjóðirnir leysi þetta vandamál með samningum í stað þess láta reyna á frumvarp sem heimilaði slit á sjóðnum.

Í því samhengi er rétt rifja upp hversu harðlega þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu framgöngu Bjarna Benediktsson, þá fjármálaráðherra, í þessu máli. Öllum mátti vera ljóst frumvarp sem heimilar slit á sjóðnum var meðal annars lagt fram til þess knýja lífeyrissjóðina samningaborðinu. Það reyndist svo raunin. Samkomulagið náðist stuttu eftir frumvarpið var lagt fram og væntanlega verður ekkert af langri og strangri slitameðferð með tilheyrandi óvissu og leiðindum.

Þetta þótti Jóhanni Páli Jóhannssyni óforsvaranlegt og gagnrýndi hann meðal annars Bjarna á sínum tíma fyrir kúrekastæla og grafa undan lánshæfismati ríkisins með framferði sínu. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og núverandi forsætisráðherra, sagði Bjarna vera fáfróðan um efnahagsmál í tengslum við þetta mál. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og dómsmálaráðherra, gekk svo langt saka Bjarna um

sósíalisma vegna tilrauna hans til þess leiða málið til lykta með skaplegum hætti.

Þrátt fyrir stór orð þessara ráðherra á sínum tíma hefur lítið heyrst í þeim um þá lendingu sem kynnt var í byrjun vikunnar.

Ríkisstjórnin efndi til blaðamannafundar í síðustu viku við mikinn lúðraþyt þegar starfshópur um hagræðingu skilaði tillögum sínum til stjórnvalda.

Töluvert hefur verið gert með það í fjölmiðlum

ríkisstjórnin skuli hafa leitað til virkra í athugasemdum eftir hagræðingartillögum í samráðsgátt stjórnvalda við upphaf ársins. Fjöldi frétta hefur verið fluttur af framgangi vinnunnar og mikið látið með sjálf gervigreindin hafi verið kölluð til við vinna úr

tillögum almennings.

Þrátt fyrir aðkomu gervigreindarinnar og virkra í athugasemdum eru hagræðingartillögurnar í besta falli léttvægar. eitthvað marka útreikning starfshópsins nemur hagræðingin sem hlýst af tillögunum um einu prósenti af útgjöldum ríkisins. Enda tók starfshópurinn aðeins tillit til um sextíu af þeim tíu þúsund tillögum sem almenningur sendi inn meðan á samráðsferlinu stóð.

Þrátt fyrir tillögurnar séu léttvægar voru viðbrögðin við þeim sterk. Enginn sýndi þó sterkari viðbrögð en Sonja Ýr Þorbergsdóttir, hinn lauflétti formaður BSRB. Ein af tillögum hagræðingarhópsins er ríkissáttasemjari fái auknar valdheimildir til grípa inn í vinnudeilur. Til stóð samþykkja frumvarp lögum um slíkar heimildir eftir Efling neitaði láta ríkissáttasemjara félagatal til hægt hefði verið greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í deilu stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins í janúar í fyrra.

Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði Sonja:

Í grunninn er það þannig ef ríkissáttasemjari getur gripið inn í með þessum hætti þá lítum við svo á við séum ekki sammála um það lýðræði sem við höfum byggt upp og er bara í samræmi við þá alþjóðasamninga sem við höfum innleitt hérna. Það er auðvitað félagsfólkið sjálft sem greiðir atkvæði um hvort það eigi fara í verkfall og það á engin ein manneskja geta gripið inn í það.

Þetta er sérstök skoðun. Þarna er Sonja Ýr halda því fram það færa ríkissáttasemjara sambærilegar heimildir og starfsbræður hans á Norðurlöndum hafa andstætt lýðræðishefðinni hér á landi og það gangi gegn alþjóðasamningum. Fréttamenn ættu kalla eftir frekari rökstuðningi fyrir slíkri jaðarskoðun, ekki síst í ljósi þess framgangur kjaraviðræðna hér á landi sýnir svo ekki um villst þörf er á slíkum heimildum.

Ekki er Sonja Ýr hrifnari af tillögum starfshópsins um fellt verði á brott ákvæði úr lögum um áminna þurfi opinbera starfsmenn áður en til uppsagnar kemur. Sagði hún í sama samtali við Ríkisútvarpið slíkt myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu við verkalýðshreyfingunahvorki meira minna. Sonja var ekki spurð út í frekari rökstuðning fyrir þeirri skoðun og hvers vegna jafna eigi kjör og réttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem eru á almenna vinnumarkaðnum eingöngu þegar það hentar hinum fyrrnefndu.

Morgunblaðið sagði frá því í síðustu viku Heiða Björg Hilmisdóttir nýr borgarstjóri Reykjavíkur, hefði 3,8 milljónir krónur samanlagt í laun á mánuði. Þetta eru ágæt laun í öllum samanburði. í þessu samhengi nefna borgarstjóri New York þiggur 2,8 milljónir króna í laun á mánuði og er þó húsnæðiskostur og uppihald alls ekki hagstæðara í bandarísku stórborginni en á höfuðborgarsvæðinu. Tilefni fréttarinnar voru umræður í borgarstjórn þriðjudagskvöldið 4. mars.

Ekki hefur komið fram í frétt hvort auðsöfnun borgarstjórans í tengslum við fyrirhuguð áform hennar um stofnun innviðasjóðs eða þá framtakssjóðs. Þó leiða líkum því Heiða borgarstjóri verður áhrifamikill fjárfestir á næstu árum og á sennilega eftr láta sér kveða á því sviði líkt og neyðarsjóður Ragnars Þórs Ingólfssonar þingmanns. Í fréttum Morgunblaðsins kom fram laun Heiðu fyrir gegna starfi formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga hefðu margfaldast í valdatíð hennar. Þau hækkuðu sögn Morgunblaðsins um 170% frá því hún tók við embættinu.

Nokkrum dögum síðar sendi Sambandið frá sér tilkynningu um það hefði sent Morgunblaðinu rangar tölur og laun Heiðu hefðu tvöfaldast í stað þess ríflega þrefaldast. Það var óneitanlega sérstakt lesa fréttir sumra miðla um laun Heiðu hefðu bara hækkað um 50% á tímabilinu.

Fjölmiðlarýni er einn af föstum dálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 12. september 2025.

Nafnalisti

  • Bjarni Benediktssonformaður SJálfstæðisflokksins
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Jóhann Páll Jóhannssonfyrrverandi blaðamaður á Stundinni
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ragnar Þór Ingólfssonformaður
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttirformaður BSRB
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 937 eindir í 48 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 46 málsgreinar eða 95,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.