Minnist móður sinnar sem lést í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason

2025-03-27 10:41

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar minnist móður sinnar sem kvaddi í morgun á hundraðasta aldursári.

Í morgunsárið kvaddi mamma og hélt til fundar við pabba og Kaju. Ég veit það verða langþráðir endurfundir og ekki verður leiðinlegt á þeim bænum. Svo munu þau fylgjast vel með öllu sínu fólki. Og skála kannski i koníaki. Við Kaja ræddum það gjarnan hversu lánsamar við vorum með foreldra. Ástrík, umvefjandi, hvetjandi. Voru ófeimin alla tíð við segja þau elskuðu okkur, segir Þorgerður Katrín í færslu á Facebook.

Faðir Þorgerðar, stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson, féll frá árið 2016 þegar hann var níræður. Karitas H. Gunnarsdóttir, systir Þorgerðar Katrínar og kölluð Kaja, féll frá árið 2022 langt fyrir aldur fram.

Mamma tók utan um okkur öll. Með mestu seigluna og styrkinn þegar á þurfti halda. Var okkar stoð og stytta. Sagði okkur alltaf halda áfram. Vera sjálfstæðar. Sýndi umburðarlyndi og hló bullinu í okkur. Svo var það þessi endalausa hlýja, eiginlega áþreifanleg ást. Og það sem hún var stolt af barnabörnunum sínum og öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.

Hún hafi alla tíð skriðið upp í til mömmu.

Er ófeimin viðurkenna það. Það gerði ég líka í morgun og hélt utan um hana eins og hún gerði allt mitt líf. Ég sakna þeirra allra, litlu fjölskyldunnar minnar, en mikið er undurgott vita af þeim saman. Við hin höldum að sjálfsögðu áfram. Mamma hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.

Þorgerður Katrín þakkar starfsfólki Hrafnistu á Ölduhrauni mikla umhyggju, greiðasemi og fallegt utanumhald.

Það hefur verið ómetanlegt.

Nafnalisti

  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Gunnar Eyjólfssonleikari
  • Kajavissulega meðvitaðara um mataræði
  • Karitas H. Gunnarsdóttirfyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 289 eindir í 26 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 88,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,48.