Stjórnmál

Hótar að inn­lima sí­fellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt

Samúel Karl Ólason

2025-03-21 10:34

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað yfirgefa þessi svæði.

Ísraelar sendu á dögunum hermenn inn á Gasaströndina á nýjan leik og hófu umfangsmiklar loftárásir á svæðið, sem hefur þegar orðið verulega illa úti vegna margra mánaða árása og átaka.

Nærri því sex hundruð manns liggja í valnum frá því árásir Ísraela hófust aftur í vikunni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Talskona UNICEF sagði frá því á þriðjudaginn hefðu rúmlega tvö hundruð börn dáið í árásum Ísraela.

Áður en vopnahléið tók gildi í janúar höfðu rúmlega 48 þúsund Palestínumenn fallið, samkvæmt áðurnefndu heilbrigðisráðuneyti, sem gerir ekki greinarmun milli borgara og vígamanna.

Sjá einnig: Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim

Ummerki eru á lofti um þessi áfangi hernaðar Ísraela á Gasaströndinni gæti orðið enn harðneskjulegri. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar og lagt til rúmar tvær milljónir íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir á brott. Bandaríkjamenn hafa sett enn minni hömlur á Ísraela en gert var í stjórnartíð Joes Biden.

Þar að auki er ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, sterkari en áður, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, og þar sem færri gíslar eru á Gasa hefur ísraelski herinn meira athafnafrelsi.

Ætla taka meira og meira land

Katz sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagðist hafa skipað ísraelska hernum hernema frekara svæði á Gasaströndinni og vísa íbúum á brott þaðan. Þetta myndi halda áfram þar til gíslunum yrði sleppt.

Svo lengi sem Hamas neitar, munu þeir missa meira og meira land sem bætist við Ísrael, sagði í yfirlýsingunni. Hann sagði einnig umfang aðgerða Ísraela á Gasa myndi aukast og aukast, þar til gíslunum yrði sleppt.

Í frétt Times of Israel segir Katz hafi einnig sagt Ísraelar myndu beitta íbúa Gasa hernaðarlegum og borgaralegum þrýstingi til koma í gegn áætlun Trumps um sjálfviljugan brottflutning íbúanna.

Trump hefur talað um Bandaríkin taki yfir stjórn Gasastrandinnar og reisi þar Rivíeru Mið-Austurlanda.

Ríkisstjórn Trumps hefur ekkert sagt um nýjar árásir Ísraela það Ísraelar hafi rift vopnahléssamkomulagi sem Trump hefur stært sig af því bera ábyrgð á. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa engu leyti gagnrýnt árásir Ísraela sem sagðar eru hafa banað nokkur hundruð óbreyttum borgurum á undanförnum dögum.

Erindrekar Hvíta hússins gerðu tilraun til eiga í beinum viðræðum við leiðtoga Hamas um gíslana en hættu vegna þess Ísraelar brugðust reiðir við.

Leiðtogar Hamas sagt þeir muni eingöngu sleppa síðustu gíslunum sem þeir halda, sem eru í raun einu spilin sem þeir halda, í skiptum fyrir fleiri palestínskra fanga í halda Ísrael, varanlegt vopnahlé og það Ísraelar hörfi frá Gasaströndinni.

Þrátt fyrir umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Netanjahús í Ísrael virðist sem staða ríkisstjórnar hans hafi eingöngu styrkst. Með því hefja nýja innrás á Gasa hefur forsætisráðherrann styrkt ríkisstjórn sína á nýjan leik. Fjarhægri-flokkar hafa stutt ríkisstjórnina, eftir hafa slitið tengsl við hana á sínum tíma vegna vopnahlésins.

Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa

Þá hefur Netanjahú rekið eða bolað úr embætti nokkrum háttsettum embættismönnum sem hafa gagnrýnt framgöngu hans.

Samhliða þessu hefur staða Hamas-samtakanna versnað til muna. Flestir leiðtogar samtakanna liggja í valnum auk þúsunda vígamanna þeirra.

Stuðningur Hamas frá Hezbollah í Líbanon og Sýrlandi og klerkastjórninni í Íran er einnig minni en hann var áður og er talið mjög ólíklegt þessir aðilar muni reyna koma Hamas til aðstoðar.

Þá eru Bandaríkjamenn gera umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen, sem hafa einnig skotið eldflaugum Ísrael og skipum á Rauðahafi.

Nafnalisti

  • Benjamín Netanjahúfyrrverandi forsætisráðherra
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Israel Katzutanríkisráðherra Ísraels
  • Joes Bidenforsetaframbjóðandi
  • Times of Israelísraelskt dagblað
  • UNICEFBarnahjálp Sameinuðu þjóðanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 666 eindir í 32 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 30 málsgreinar eða 93,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.