Sæki samantekt...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði lítið úr áhyggjum fólks af því að háttsettir bandarískir embættismenn hefðu sent skilaboð í hópspjalli um áætlanir um árásir á Húta-uppreisnarmenn í Jemen, en fyrir mistök var blaðamaður tengdur inn í spjallið.
Trump, sem tók við sem forseti í janúar, sagði í símtali við NBC-fréttastöðina að þetta væri „eini feillinn á tveimur mánuðum, og að þetta reyndist ekki vera alvarlegt.“
Trump bætti við að þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Waltz hefði „lært sína lexíu.“
Eins og mbl.is greindi frá í gær þá var bandaríska blaðamanninum Jeffrey Goldberg fyrir mistök bætt í hópspjall á smáforritinu Signal þar sem æðstu embættismenn Bandaríkjanna ræddu fyrirhugaðar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen.
Árásirnar voru gerðar 15. mars en Goldberg, sem er ritstjóri hjá tímaritinu Atlantic, var bætt inn í spjallið tveimur dögum fyrr.
Nafnalisti
- Atlantictímarit
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Jeffrey Goldbergritstjóri The Atlantic
- Michael Waltz
- Signalsamskiptaforrit
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 144 eindir í 5 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 80,0%.
- Margræðnistuðull var 1,73.