Hlutabréfaverð Nike hrundi eftir tilkynningu Trumps
Ritstjórn mbl.is
2025-04-02 21:12
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Hlutabréfaverð Nike lækkaði um 6% strax í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umfangsmikla tolla á þjóðir víða um heim.
Trump kynnti gagntolla á fjölda þjóða og þær þjóðir sem framleiða vörur Nike lentu illa í barðinu á þessum tollum.
46% tollur verður lagður á vörur frá Víetnam, 34% á Kína og 32% á Indónesíu en 95% af vörum skófyrirtækisins eru framleiddar í þessum löndum.
Wall Street Journal greinir frá.
Gengi hlutabréfa í fleiri skófyrirtækjum lækka
Eins og flest bandarísk skómerki hefur Nike lengi reitt sig á verksmiðjur í Asíu til að framleiða vörur sínar.
Nike hafði fært framleiðslu sína frá Kína sem aðal framleiðsluaðila til landa eins og Víetnam og Indónesíu.
Hlutabréfaverð í Skechers, Deckers og Crocs lækkaði einnig við þessar fréttir.
Nafnalisti
- Crocsskóframleiðandi
- Deckersbandarískt fyrirtæki
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Skechersverslun
- Wall Street Journalbandarískt dagblað
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 131 eind í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,85.