Stjórnmál

Fyrstur Íslendinga til að gegna svo háu embætti

Ritstjórn mbl.is

2025-04-02 21:08

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Almar Ögmundsson var á dögunum kjörinn einn af þremur varaforsetum Evrópska hnefaleikasambandsins. Eru þetta mikil tímamót í alþjóðlegu samstarfi Íslands á sviði hnefaleika en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur gegnir svo háu embætti innan evrópskra hnefaleikasamtaka.

Almar hefur verið virkur í þróun og uppbyggingu hnefaleika á Íslandi og Evrópu síðustu ár. Hann var formaður hnefaleikasambandsins á árunum 20202022 en hefur eigin sögn verið meira bak við tjöldin síðustu tvö ár.

Í nýju hlutverki sínu í framkvæmdastjórn mun hann hafa beint aðgengi stefnumótun og ákvarðanatöku um framtíð hnefaleikaíþróttarinnar í Evrópu.

Spilling í Alþjóðahnefaleikasambandinu

Í samtali við mbl.is segir Almar spillingu í Alþjóðahnefaleikasambandinu hafa orðið til þess hnefaleikum var hent út úr Ólympíusambandinu.

Það var í rauninni hætta í mörg ár á hnefaleikum yrði hent út úr Ólympíusambandinu en það var alltaf gefinn ákveðinn séns, breyta um stjórn til dæmis. En starfsemin var ekki eins og hún á vera og Ólympíusambandinu þótti nóg komið. Það er því miður oft mikil spilling í alþjóðlegum íþróttasamböndum.

Í kjölfar þess segir hann mikla vinnu hafa verið lagða í stofna nýtt alþjóða hnefaleikasamband, sem var gert árið 2023. Fyrir rúmum tveimur vikum var síðan staðfest hnefaleikar yrðu hluti af Óympíuleikunum í LA 2028.

Hluti af því stofna nýtt alþjóðasamband er stofna Evrópudeild, Asíudeild og aðrar álfudeildir, bætir Almar við.

Fulltrúar 23 landa komu saman í Prag

Tékkneska hnefaleikasambandið og borgin Prag boðuðu til fyrsta aðalfundar hins nýstofnaða Evrópska hnefaleikasambands, þar sem fulltrúar 23 landa komu saman og staðfestu formlega stofnun sambandsins.

Ísland átti tvo fulltrúa á fundinum, þá Almar Ögmundsson og Jón Birki Lúðvíksson.

Kosning framkvæmdastjórnar fór fram á fundinum og var Lars Brovil frá Danmörku kjörinn fyrsti forseti sambandsins.

Markar þetta upphaf nýrrar stefnu og aukins samráðs innan evrópskra hnefaleika.

Maður gerir það ekki á hverjum degi

Hvernig kom það til þú bauðst þig fram?

Ég hef verið í þessu undanfarin ár og verið í góðu sambandi við fólk erlendis. sem var leiða þessa vinnu, stofna þetta samband, er frá Danmörku og hann hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti aðstoðað starfsstjórnina. Í kjölfar þess taldi ég rétt bjóða mig fram í fyrstu formlegu stjórnina.

Hvernig er tilfinningin, vera kjörinn fyrstur Íslendinga í svona háa stöðu á alþjóðlegum vettvangi?

Það er bara spennandi. Mikil vinna en mjög skemmtilegt verkefni byggja upp svona nýtt alþjóðasamband frá grunni, maður gerir það ekki á hverjum degi, svarar Almar. Aðspurður bætir hann við nýrri stöðu muni fylgja einhver ferðalög.

Þessu munu klárlega fylgja einhver ferðalög, einhverjir fundir og mót og svona sem þarf fylgjast með, en þetta er allt bara sjálfboðastarf þeirra sem eru í stjórninni.

Ertu sjálfur keppa?

Það er orðið svolítið síðan ég keppti síðast. Ég keppti ekki nema kannski 10 sinnum, svo var ég í námi og öðru. Þetta er góð leið til geta verið áfram í þessu umhverfi án þess vera fara inn í hringinn.

Áhersla á samstöðu og samvinnu

Lars Brovil frá Danmörku var kjörinn forseti sambandsins. Auk Almars voru Marketa Haindlova frá Tékklandi og Len Huard frá Hollandi kjörin varaforsetar.

Meðstjórnendur eru Nicolina Juric frá Króatíu, Kirsi Korpaeus frá Finnlandi, Istvan Kovacs frá Ungverjalandi og Mouloud Bouziane frá Frakklandi.

Þá var dr. David McDonagh frá Noregi kjörinn formaður lækninga- og lyfjaeftirlitsnefndar, Martin Volke frá Þýskalandi formaður íþrótta- og keppnisnefndar og Enrico Apa frá Ítalíu fromaður dómara- og úrskurðarnefndar.

Lars Brovil, nýkjörinn forseti sambandsins, lagði áherslu í ávarpi sínu á fundinum á mikilvægi samstöðu og samvinnu innan Evrópu, og nýja sambandið mikilvægur þáttur í stækkandi fjölskyldu World Boxing.

Evrópska hnefaleikasambandið stefnir því vinna náið með World Boxing, landsamböndum, ólympíunefndum og öðrum álfusamtökum til tryggja gagnsæi, góða stjórnsýslu, þróun íþróttafólks og sjálfbæra fjármálastjórn.

Nafnalisti

  • Almar Ögmundsson
  • David McDonagh
  • Enrico Apa
  • Istvan KovacsRúmeni
  • Jón Birkir Lúðvíksson
  • Kirsi Korpaeus
  • Lars Brovil
  • Len Huard
  • Marketa Haindlova
  • Martin Volke
  • Mouloud Bouziane
  • Nicolina Juric
  • World Boxing

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 677 eindir í 39 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 36 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.