Stjórnmál

Liðkað fyrir framkvæmdum í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar

Innanríkisráðuneyti

2025-03-06 17:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hægagangur í orkuöflun og uppbyggingu flutningskerfis bitnar á raforkuöryggi, lífsgæðum og verðmætasköpun. Þetta var á meðal þess sem fram kom í ávarpi Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, á vorfundi Landsnets 5. mars síðastliðinn.

Í fyrsta sinn í langan tíma er ríkisstjórn við völd sem er einhuga um aukna orkuöflun og uppbyggingu orkuinnviða um allt land, þar sem hver einasti ráðherra og hver einasti þingflokkur er sammála um hægagangur í orkumálum óásættanlegur og óboðlegur, sagði ráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur einbeittan vilja til verklegra framkvæmda og þetta mun endurspeglast í lagasetningu, stefnumótun og stjórnvaldsaðgerðum á næstu árum.

Í ávarpinu greindi ráðherra frá því von væri á stórum lagabreytingapakka strax í mars sem miðar einföldun og aukinni skilvirkni leyfisferla í umhverfis- og orkumálum. Hér erum við tala um breytingar sem miða því fækka viðkomustöðum og gagnaskilum, sameina mismunandi tegundir leyfa í eitt leyfi, stytta afgreiðslutíma, byggja upp stafrænar lausnir sem nýtast þvert á stofnanir og skýra röð stjórnvaldsákvarðana gagnvart umsækjendum, sagði Jóhann Páll.

Jóhann Páll sagðist leggja áherslu á flutningskerfi raforku yrði ekki út undan við einföldun á regluverkinu. Því það er til lítils virkja ef orkan situr föst eða tapast í stórum stíl. Og ég held við verðum horfast í augu við breytingarnar sem gerðar voru á skipulagslögum á síðasta kjörtímabili hafa ekki dugað til greiða fyrir uppbyggingu flutningskerfis og ekki skilað þeim árangri sem var stefnt. Þarna er frekari breytinga þörf og næstu skref eru til skoðunar í mínu ráðuneyti og í ráðuneyti skipulagsmála.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fór yfir ýmsar fleiri lagabreytingar sem fyrirhugaðar eru til styrkja umgjörð raforkumarkaðar á Íslandi og verja raforkuöryggi heimila og fyrirtækja. Loks þakkaði ráðherra Guðmundi Inga Ásmundssyni, fráfarandi forstjóra Landsnets fyrir hans mikilvægu störf og bauð Rögnu Árnadóttur, verðandi forstjóra, velkomna.

Nafnalisti

  • Guðmundur Ingi Ásmundssonforstjóri Landsnets
  • Jóhann Páll Jóhannssonfyrrverandi blaðamaður á Stundinni
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ragna Árnadóttiraðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 323 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.