Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó
Hjörtur Leó Guðjónsson
2025-03-23 17:49
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu.
Þetta er annar leikur liðanna í umspili um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, en Kósovó vann fyrri leikinn 2–1.
Þegar þetta er ritað er staðan 1–2 í leik dagsins og Kósovó því með samanlagða 4–2 forystu.
Það var landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sem kom Íslandi yfir í leiknum með marki strax á annarri mínútu eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni.
Íslenska liðið náði þó ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Kósovó hefur verið með yfirhöndina á vellinum stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Gestunum tókst svo loksins að jafna metin á 35. mínútu þegar framherjinn Vedat Muriqi skilaði boltanum yfir liðinuna og jafnaði metin fyrir Kósovó.
Muriqi var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Íslands. Þar hafði hann nægan tíma til að stilla sér upp og smeygja boltanum framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyni með síðustu spyrnu hálfleiksins og staðan því 1–2 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Fréttin verður uppfærð eftir því sem líður á leikinn.
Nafnalisti
- Albert Guðmundssonleikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins
- B-deild1. sæti
- Hákon Rafn Valdimarssonlandsliðsmarkvörður
- Orri Steinn Óskarssonframherji
- Vedat Muriqi
- Þjóðadeild UEFAA landslið karla
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 189 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,81.