Veður

Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sól­setur

Atli Ísleifsson

2025-04-03 07:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vaxandi hæðarsvæði teygir sig yfir landið, en lægðardrag á Grænlandshafi veldur suðaustankalda og smá vætu vestantil. Annars verður mun hægari vindi og bjartviðri.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir það muni hlýna í veðri og hiti verður á bilinu fjögur til níu stig yfir daginn. Það mun hins vegar kólna ört eftir sólsetur og því víða næturfrost.

Um helgina verður hæðin væntanlega milli Íslands og Noreges og beinir til okkar sunnan- og suðaustanátt. Víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi, en skýjað og lítilsháttar væta öðru hvoru sunnan- og vestantil og hlýnar heldur í veðri, segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan 5-13 m/s og skýjað við suður- og vesturströndina, en annars hægara og yfirleitt bjartviðri. Hiti 3 til 11 stig deginum, hlýjast inn til landsins.

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Suðaustan 8-15 m/s og súld eða rigning öðru hvoru, en hægara og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast norðaustantil.

Á þriðjudag: Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu, en hægara og úrkomuminna norðaustantil. Milt veður.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu, en þurrt kalla eystra og áfram milt.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 213 eindir í 14 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 71,4%.
    • Margræðnistuðull var 1,54.