Íþróttir

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn

Sindri Sverrisson

2025-04-03 07:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með halda aftur af tárunum en gladdist yfir því hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær.

Það var nefnilega 2. apríl fyrir 25 árum sem litli bróðir Grealish, Keelan, lést vöggudauða aðeins níu mánaða gamall.

Í dag eru 25 ár síðan litli bróðir minn lést. Dagurinn er erfiður fyrir fjölskylduna. Mamma og pabbi voru hérna, svo það var frábært skora og vinna, sagði Grealish í viðtali við Sky Sports eftir 20 sigurinn gegn Leicester.

Grealish var nokkuð óvænt í byrjunarliði City og tókst skora strax á 2. mínútu leiksins, með viðstöðulausu skoti úr teignum, líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað.

Þó var þetta fyrsta mark Grealish í ensku úrvalsdeildinni í tæpa sextán mánuði, eða frá því hann skoraði 16. desember 2023.

Jack er ótrúleg manneskja

Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í Grealish og orð hans í viðtalinu í gær. Spánverjinn hrósaði óspart Grealish sem stundum hefur komist á síður götublaðanna í Englandi af óæskilegum ástæðum, vegna óhóflegrar áfengisdrykkju.

Jack er ótrúleg manneskja. Hann er ótrúlega rausnarlegur. Ég vissi ekki af þessu og ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta getur verið með mömmu, pabba og systur. Það er gott þau geti minnst hann, á þessum degi. Ég er viss um þau minnast hans hvern einasta dag. En það er gott skora, sagði Guardiola.

Sigurinn hjálpar City komast enn nær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þrátt fyrir mikla erfiðleika á tímabilinu. Liðið er 4. sæti deildarinnar með 51 stig en næstu lið á eftir, Newcastle með 50 og Chelsea með 49, eiga leik til góða. Ljóst er fimm efstu lið deildarinnar sæti í Meistaradeildinni.

Nafnalisti

  • Chelseaenskt knattspyrnufélag
  • Jacksonur
  • Jack Grealishleikmaður Manchester City
  • Manchester Cityenskt úrvalsdeildarlið
  • Meistaradeild Evrópulið
  • Pep Guardiolaknattspyrnustjóri
  • Sky Sportssjónvarpsstöð

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 323 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 84,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,83.