Viðskipti

Oddi hf: Leiðréttingin að fiskmarkaðsverði er ekki rétt

Ritstjórn Bæjarins besta

2025-04-03 07:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Tillögur stjórnvalda og umræða í fjölmiðlum vegna boðaðra hækkana á veiðigjöldum eru á miklum villigötum segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf á Patreksfirði. Stjórnvöld haldi því fram fiskur sem seldur er á uppboðsmörkuðum hér á landi hið rétta markaðsverð og því nauðsynlegt leiðrétta verðmyndun á bolfiskhráefni.

Skjöldur bendir á góð sátt hafi náðst um verðlagningu hráefnis á bolfiski á milli sjómanna og útgerða, eins og nýgerður kjarasamningur við sjómenn ber vott um.

Allir sem starfa í greininni vita uppboðsmarkaður með fisk á Íslandi er skortmarkaður, þar sem einungis 1518% af þorski sem kemur landi er seldur á uppboðsmarkaði. Stjórnvöld virðast ekki hafa kynnt sér síðustu ár hafa erlendir kaupendur verið mjög umsvifamiklir á uppboðsmörkuðunum hér landi.

Skjöldur segir afleiðing þess vera svo miklar hækkanir á fiskverði íslenskar fiskvinnslu ekki keppa við erlenda kaupendur, sem leiðir til þess fiskurinn er fluttur úr landi óunninn, án þess skapa nein verðmæti hér á landi.

Hinn erlendi rekstrargrundvöllur er allt annar en íslenski. Erlendis er húsnæði og fiskvinnsluvélar í flestum tilfellum niðurgreitt, af ríki-sveitafélögum og Evrópusambandinu þar sem rekstur fiskvinnsla er ekki sjálfbær, auk þess sem laun starfsfólks eru aðeins þriðjungur af því sem er hér á landi.

Íslenskar fiskvinnslur geti einfaldlega ekki keppt við hið meinta rétta markaðsverð stjórnvalda sem myndast hefur á uppboðsmörkuðunum vegna framan talinna atriða. Fram hjá þessari staðreynd horfi stjórnvöld.

Litlar og miðlungs stórar fiskvinnslur eru sérstaklega illa settar. Þær standa oft frammi fyrir skorti á hráefni, en eru samt bundnar háum launagreiðslum og háum föstum kostnaði, á sama tíma og fiskur er fluttur óunninn út úr landinu. Af hverju? Vegna þess verðið sem er skilgreint sem rétt markaðsverð af stjórnvöldum er einfaldlega of dýrt fyrir íslenskar vinnslur kaupa, þrátt fyrir mikil afköst, nýjustu tækni og vel mannaðar vinnslur.

Frítekjumarkið hækkar aðeins um 5,6 m.kr.

Veiðigjald Odda myndi hækka úr 80 m.kr. í 140 m.kr. samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Á móti því hækkar frítekjumarkið úr 2,4 m.kr. í 8 m.kr. Greitt veiðigjald myndi hækka um 55 m.kr., sem sögn Skjaldar, taki nær allt ráðstöfunarfé sem í dag er eftir í fyrirtækinu þegar búið er borga viðhaldsfjárfestingar og fjármagnskostnað. Það þýði svigrúm til nauðsynlegra fjárfestinga hverfi mestu.

vera til staðar fyrir þorpið og sýna samfélagslega ábyrgð

Aðspurður hvort Oddi hf hafi verið mala gull eins og Hanna Katrín Fridriksson, atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali svarar Skjöldur Pálmason:

Best er fyrir hvern og einn sem rekur sjávarútvegsfyrirtæki svara hver fyrir sig um hvernig áform stjórnvalda komi til með hafa áhrif á framtíð fyrirtækisins. Það er alveg klárt þau eru misjöfn. Oddi hf nálgast vera 60 ára gamalt fyrirtæki, en hóf þó ekki útgerð fyrr en árið 1990 með því kaupa allar sínar aflaheimildir. Áhersla eigenda hefur alltaf verið vera til staðar fyrir þorpið og sýna ríka samfélagslega ábyrgð. Það er langur vegur frá því reksturinn hafi alltaf verið dans á rósum, og svo sannarlega hefur hann aldrei malað gull eins og ráðherra heldur fram. Ef hún var ekki tala til okkar, þá þarf hún endurskoða aðgerðir gagnvart fyrirtækjum af þessari stærðargráðu. öðrum kosti er mikil hætta á tilgangur og markmið sjávarútvegsfyrirtækjanna í litlu sjávarþorpunum nái ekki fram ganga sem er vera hryggjarstykkið í samfélaginu, íbúum og sveitarfélaginu til heilla.

Er þörf á enn einni óvissunni í rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja?

lokum segir Skjöldur: Sjávarútvegur starfar í umhverfi þar sem miklar sveiflur og breytingar einkenna rekstrarumhverfið. Nægir þar nefna síbreytilegt ástand fiskistofna, gengi gjaldmiðla, ástand á mörkuðunum fyrir afurðirnar. vofa yfir ofurtollar á eitt mikilvægasta markaðssvæðið fyrir íslenskar sjávarafurðir. Akkúrat þá á finnst stjórnvöldum nauðsynlegt setja þennan atvinnuveg í uppnám sem er skila gríðarlegum fjármunum til þjóðarinnar, eins og skattspor atvinnugreinarinnar ber vitni um. Við skulum ekki gleyma því fyrir fáum áratugum síðan var nánast allur sjávarútvegurinn rekinn með tapi og skilaði litlu eða engu til samfélagsins.

Nafnalisti

  • Hanna Katrín Fridriksson
  • Odda
  • Oddisjávarútvegsfyrirtæki
  • Skjöldur Pálmasonframkvæmdastjóri Odda

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 711 eind í 34 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 30 málsgreinar eða 88,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.