Ný sprunga opnaðist 500 metra frá Grindavíkurbæ
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
2025-04-01 11:19
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Ný sprunga opnaðist innan við varnargarðana við Grindavík rétt fyrir klukkan 11. Sprungan er nálægt gróðurhúsi ORF, um hálfan kílómetra frá nyrsta húsi bæjarins.
Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði sprunguna frekar litla og að ekki sé mikill kraftur í henni. Sprungan er í sömu línu og sprunga sem opnaðist innan varnargarðanna í janúar í fyrra en er þó fjær bænum.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni, var í viðtali á Rás 2 þegar sprungan opnaðist.
Hann sagði erfitt að segja til um þróun gossins. Gosið sé ekki komið í jafnvægi og því verði að gera ráð fyrir að gossprunga geti opnast hvar sem er yfir kvikuganginum.
„Þetta er væntanlega vegna þess að það var búinn að byggjast upp svo nægilega þrýstingur að það var hægt að opna kvikuganginn síðan í janúar meira. Þegar það er komin svona mikil kvika eykst möguleikinn á svona atburði.“
Benedikt segir þetta gos miklu minna en síðasta gos og virknin nyrst á sprungunni er talsvert fjærri Svartsengi. „Hún var komin inn undir Litla-Skógfell og aflögunin náði þangað.“
Kvika flæðir enn undir Svartsengi og ekki hægt að segja til um hvort þetta sé síðasta gosið eða ekki fyrr en þessu gosi lýkur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var lent aftur í Reykjavík eftir rannsóknarflug þegar sprungan opnaðist og því liggja frekari upplýsingar um sprunguna ekki fyrir að sinni.
Nafnalisti
- Benedikt Gunnar Ófeigssonsérfræðingur
- Jóhanna Malen Skúladóttir
- Þyrla Landhelgisgæslunnarkölluð
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 237 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,55.