Kínverskir eftirlitsaðilar koma í veg fyrir söluna
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-04-03 18:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Kínverska samkeppniseftirlitið rannsakar nú fyrirhugaða sölu á tveimur höfnum við Panamaskurðinn til bandaríska fyrirtækisins BlackRock. Eftirlitið er sagt vera að tefja undirritun samningsins sem átti að vera undirritaður í gær.
Hafnirnar tvær, Balboa og Cristóbal, eru í eigu kínverska fyrirtækisins Hutchison Port Holdings sem er dótturfélag CK Hutchison Holdings, samsteypufélags í Hong Kong.
Samkeppniseftirlitið í Kína hefur hins vegar sent formlegt svar til ríkisrekna fréttablaðsins Ta Kung Pao og segist vera að rannsaka söluna í samræmi við lög til að vernda sanngjarna samkeppni á markaðnum og gæta hagsmuna almennings.
Sjá einnig]] Kínverska samkeppniseftirlitið skoðar kaup BlackRock
Eftirlitsaðilar höfðu þegar sent frá sér svipaða yfirlýsingu en í kjölfar þessarar tilkynningar hefur CK Hutchinson ákveðið að undirrita ekki samninginn í þessari viku. Sala hafnanna var dagsett 2. apríl og nam salan rúmlega 23 milljörðum dala.
Nafnalisti
- Balboaborg
- BlackRocksjóðstýringarrisi
- CK Hutchinson
- CK Hutchison Holdings
- Hutchison Port Holdings
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 133 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,71.