Íþróttir
Rashford stóð í vegi Stefáns Teits og félaga
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-30 14:42
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Aston Villa sigraði Preston í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta, 0–3.
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston. Hann átti tvö góð marktækifæri í fyrri hálfleik sem þó dugðu ekki til. Á átjándu mínútu gerði hann tilraun til að skora en skotið hans fór fram hjá marki. Þá var hann ansi nálægt því að koma Preston yfir með skalla á þrítugustu mínútu.
Imago
Í seinni hálfleik byrjaði boltinn að rúlla hjá Villa. Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið á 58. mínútu. Hann er á láni hjá liðinu út tímabilið. Á 63. mínútu var Villa dæmt víti sem Rashford skoraði úr. Þriðja mark liðsins skoraði Jacob Ramsey á 71. mínútu.
Nafnalisti
- Jacob Ramseymiðjumaður Aston Villa
- Marcus Rashfordframherji Manchester United
- PrestonBdeildarlið
- Stefán Teitur ÞórðarsonSkagamaður
- Villakvikmyndagerðarkona
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 121 eind í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,68.