Stjórnmál

Hefðu átt að slíta ríkisstjórnarsamstarfi „umtalsvert löngu fyrr“

Grétar Þór Sigurðsson

2025-03-30 14:28

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir samstarf síðustu ríkisstjórnar hafa í raun verið lokið 2023. Í raun og veru þá hefðum við átt vera búin slíta því samstarfi umtalsvert löngu fyrr. Ég horfi oft til ársins 2023, sagði Svandís í samtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Hún sagði stemninguna hafa verið horfna úr ríkisstjórninni um vorið 2023. Eftir það hafi samstarfið snúist meira og minna um hagsmuni þeirra flokka sem stjórninni stóðu. Þá um haustið hafi verið reynt hrista hópinn samann með ferð á Þingvelli. Það gekk ekkert, sagði Svandís.

Stjórnarsamstarfið leið undir lok í október í fyrra. Þá tilkynnti Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, dagar stjórnarinnar væru taldir.

Hún sagði fjarað hafi hratt undan flokknum í fyrra og flokkurinn lengi mælst undir 5% fylgi. Það er fylgið sem þarf til þess jöfnunarsæti á Alþingi í þingkosningum. Eftir Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, ákvað fara í forsetaframboð hafi flokkurinn ekki náð vopnum sínum nýju.

Það var stór partur af umræðunni við værum dottin út og það er einhvern veginn erfitt slagkrafti við það, sagði Svandís.

Nafnalisti

  • Bjarni Benediktssonformaður SJálfstæðisflokksins
  • Katrín Jakobsdóttirforsætisráðherra og formaður Vinstri grænna
  • Kristján Kristjánssonþáttastjórnandi Sprengisands
  • Svandís Svavarsdóttirþingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 212 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.