Sæki samantekt...
Varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance er lentur á Grænlandi. Flugvél sendinefndar Bandaríkjastjórnar lenti á Pitufikk herstöðinni á Norðvestur-Grænlandi um klukkan fjögur í dag. Meðal farþega voru ásamt varaforsetanum Usha eiginkona hans, þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz og orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Chris Wright.
Vance sagði þau hjónin vera spennt fyrir heimsókninni. Þetta er í fyrsta sinn sem þau sækja landið heim og kuldinn kom varaforsetanum á óvart.
„Það er skítakuldi hérna. Það sagði mér enginn frá því,“ sagði Vance þegar hann heilsaði upp á hermenn stöðvarinnar.
Ætlar að fræðast um þátt herstöðvarinnar í að tryggja öryggi Bandaríkjanna
Fyrsta mál á dagskrá var síðbúinn hádegisverður með starfsfólki herstöðvarinnar. Vance sagði þeim tilgang heimsóknarinnar vera að fræðast um starfsemi stöðvarinnar og þátt hennar í að tryggja öryggi Bandaríkjanna.
Varaforsetahjónin snæddu með hermönnum Pituffik herstöðvarinnar. AP/POOL AFP/Jim Watson
Eftir málsverðinn var haldinn upplýsingafundur með varaforsetanum. Eftir þann fund, um klukkan sex á íslenskum tíma hófst blaðamannafundur. Þar þakkaði Vance hlýjar móttökur á þessum kalda stað.
Trump ítrekar mikilvægi innlimunar Grænlands fyrir heimsfrið
Stjórnmálaskýrandi danska ríkisútvarpsins, DR, reiknar með að á fundinum ætli Vance að senda dönskum og grænlenskum stjórnvöldum tóninn.
Heimsókn Vance hefur enda verið gagnrýnd af ráðamönnum á Grænlandi og í Danmörku. Hún hefur verið sett í samhengi við ásælni bandarískra stjórnvalda í Grænland.
Fyrr í dag sagði Donald Trump innlimun Grænlands mikilvæga fyrir frið í heiminum. Ef Danmörk og Evrópusambandið skildu það ekki, þá þyrftu ráðamenn í Bandaríkjunum að koma þeim í skilning um það.
Nafnalisti
- Chris Wright
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- J.D. Vancerithöfundur
- Jim Watsonborgarstjóri
- Mike Waltzrepúblikani
- Pituffikþorp
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
- Ushaeiginkona
- Varaforseti BandaríkjannaMike Pence
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 261 eind í 21 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 90,5%.
- Margræðnistuðull var 1,53.