Staðfestir rétt fjölmiðla til að taka við og miðla upplýsingum

Brynjólfur Þór Guðmundsson

2025-03-28 18:07

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir dóm Hæstaréttar í svokölluðu Brúneggjamáli vera mikilvæga staðfestingu á rétti blaðamanna til taka við og miðla upplýsingum sem varða almenning. Þar einnig kveðið skýrt á um skyldu hins opinbera til veita upplýsingar og skýra þær.

Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem dæmdi Matvælastofnun bótaskylda gagnvart eigendum Brúneggja fyrir afhenda upplýsingar og vegna viðtala við starfsmenn stofnunarinnar.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir dómurinn taki afdráttarlaust af skarið um hlutverk fjölmiðla og rétt almennings til upplýsinga.

Dómur Landsréttar var í rauninni svo mikið áfall, ekki bara fyrir stéttina heldur almenning og stjórnsýsluna. Maður fann eftir hann féll fólk hélt sér höndum hvað varðar það veita upplýsingar. Þar með skertist réttur almennings til upplýsinga verulega. Þetta er mikill léttir þessi dómur og mjög skýrt í honum hver skylda opinberra starfsmanna er gagnvart upplýsingalögum, gagnvart upplýsingabeiðnum fjölmiðla. Þeim er beinlínis skylt afhenda upplýsingar sem eiga erindi til almennings.

Sigríður segir dóminn taka af öll tvímæli um heimild opinberra starfsmanna til tjá sig um gögn sem þeir afhenda. Hann staðfesti þannig ekki aðeins upplýsingaskyldu stjórnvalda heldur líka rétt opinberra starfsmanna til skýra þær.

Það er yfirleitt bara þannig það eru fjölmiðlar sem eru upplýsa almenning um þessi mál og þar af leiðandi tekur þessi dómur af öll tvímæli um rétt fjölmiðla til afla upplýsinga og það er mjög þröngt afmarkað hvenær stjórnsýslan hefur heimild til synja beiðnum um upplýsingar.

Nafnalisti

  • Sigríður Dögg Auðunsdóttirformaður Blaðamannafélags Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 261 eind í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.