ViðskiptiStjórnmál

Boðar fleiri hagræðingartillögur

Ritstjórn mbl.is

2025-03-13 14:10

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fleiri hagræðingartillögur en þær sem komu fram í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar vera væntanlegar í fjármálaáætlun sem hann mun leggja fram á þinginu. Hann segir engin áform um frekari sölu ríkiseigna en söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Þetta var meðal þess sem Daði sagði í sérstökum umræðum um stöðu efnahagsmála í aðdraganda fjármálaáætlunar á þinginu í dag.

Varðandi tillögur hagræðingarhóps sem hér hafa verið ræddar þá er það auðvitað bara hluti af þeim tillögum sem munu koma fram í fjármálaáætlun um aðhald, sagði Daði og svaraði þar gagnrýni sem meðal annars kom frá Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur, þingmanni Miðflokksins, sem gagnrýndi hugmyndir hagræðingarhópsins væru aðeins upp á um 1% af árlegum rekstri ríkisins.

Hvar er metnaðurinn? Þetta er varla tölfræðilega marktæk breyting, í raun bara áætlun um óbreytt ástand, sagði Nanna og spurði hvort sýn ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið fram meiri sparnaði en 1%. Þá vakti hún einnig athygli á því pólitískum tillögum hafi verið hent út úr vinnu hópsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Daða jafnframt út í frekari sölu ríkiseigna, meðal annars út í hvort til stæði selja hlut ríkisins í Landsvirkjun og Isavia. Engin slík áform eru uppi, svaraði Daði.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttirframkvæmdastjóri
  • Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 220 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.