Stjórnmál

Stemningin farin ári fyrir stjórnar­slitin

Bjarki Sigurðsson

2025-03-30 14:58

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023.

Vinstri græn féllu af þingi í síðustu kosningum og voru undir lágmarksfylgi til eiga rétt á greiðslum frá ríkinu til stjórnmálasamtaka. Staða flokksins er þung og hefur hann neyðst til draga saman seglin, meðal annars hefur skrifstofu flokksins verið lokað.

Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, ræddi endurreisn flokksins í Sprengisandi á Bylgjunni. Hún segir hafa verið til umræðu innan flokksins vera í samstarfi í næstu kosningum.

Hvort sem það eru VG og óháð eða hvort það er einhvers konar annar listabókstafur í samstarfi við aðrar hreyfingar eða hvað það er. Fyrst um sinn það fyrst og fremst á vettvangi félaganna á hverjum stað fyrir sig. Þannig við erum ekki með neina miðlæga línu um við ætlum gera þetta svona eða hinsegin. En við viljum vera opin fyrir þessum samtölum og þau eru sannarlega í gangi, segir Svandís.

Sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn reyndist flokknum erfitt. Svandís segir 2023 hafi samstarfið verið orðið ansi súrt. Ríkisstjórnin hélt þó allt til október 2024.

Ég horfi oft til vorsins 2023 þegar þingið var sent heim og við kláruðum nánast ekki neitt. Þá var stemningin farin. Og í framhaldinu af því var þetta farið snúast meira um hagsmuni flokkanna.

Viðtalið í heild sinni nálgast hér að neðan.

Nafnalisti

  • Svandís Svavarsdóttirþingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra
  • Vinstri græneinfaldlega þannig flokkur sem segir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 263 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.