Íþróttir

Sjóð­heitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking

Sindri Sverrisson

2025-03-30 14:38

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þrátt fyrir Viking hefði verið búið missa mann af velli með rautt spjald náði Hilmir Rafn Mikaelsson skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í dag, strax í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Markið sjá á vef TV 2 með því smella hér en Hilmir skoraði það af stuttu færi eftir undirbúning Edvin Austbö.

Það dugði þó skammt því Viking tapaði leiknum, gegn nýliðum Vålerenga, 31. Hilmir skoraði jöfnunarmarkið á 63. mínútu, skömmu eftir Martin Roseth hafði fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Fyrirliðinn Henrik Björdal kom Vålerenga hins vegar yfir aftur strax á 66. mínútu og skoraði svo sitt annað mark og lokamark leiksins á 79. mínútu.

Hilmir, sem er 21 árs, þarf því bíða eftir fyrsta sigrinum með Viking, eftir hafa áður spilað með Kristiansund og Tromsö í norsku deildinni, sem lánsmaður frá Venezia á Ítalíu. Hann var keyptur til Viking í vetur.

Með marki sínu í dag hefur Hilmir skorað í þremur leikjum á tíu dögum því í landsleikjahléinu skoraði hann í báðum leikjum U21landsliðsins á Spáni, í 30 sigri gegn Ungverjum og 61 sigri gegn Skotum.

Nafnalisti

  • Edvin Austbö
  • Henrik Björdal
  • Hilmir Rafn Mikaelssonörugglega fyrsti leikmaðurinn frá Hvammstanga sem getur eitthvað
  • Kristiansundnorskt lið
  • Martin Roseth
  • TV 2sjónvarpsstöð
  • Vålerenganorskt knattspyrnufélag
  • Veneziaítalskt knattspyrnufélag
  • Vikingnorskt úrvalsdeildarlið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 207 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,79.