Arf­taki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing

Kristján Már Unnarsson

2025-03-30 14:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757vélina.

Ráðamenn Icelandair gera núna ráð fyrir hætta rekstri hennar endanlega eftir sumarið 2027. Í staðinn hafa þeir valið langdrægar Airbus A 321-þotur til leysa hana af hólmi.

Boeing var um tíma með áform um smíði arftaka 757þotunnar. flugvél gekk undir heitinu Boeing 797 og var hugsuð sem lítil breiðþota. Hún hefur ekki enn náð lengra en á teikniborðið.

Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2, um 757þotuna í þjónustu Icelandair, er varpað fram þeim spurningum hvort það hafi verið misráðið hjá Boeing hætta framleiðslu 757 svo snemma og hvort fyrirtækið hefði fremur átt endurbæta hana, líkt og gert var með 737þoturnar, eins og með sparneytnari hreyflum. Hér sjá tíu mínútna kafla:

Þátturinn um Boeing 757-þotuna er endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:45.

Í næsta þætti á þriðjudagskvöld, 1. apríl, verður fjallað um Airbus-þoturnar sem stefna í verða burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi eftir Icelandair valdi þær sem arftaka 757vélanna.

Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til reka þotur frá evrópska flugvélaframleiðandanum.

Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 + geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er.

Nafnalisti

  • Boeingbandarískur flugvélaframleiðandi
  • Playíslenskt flugfélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 264 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,86.