Sæki samantekt...
Haukar sigruðu bosníska liðið Izvidac með þremur mörkum í átta liða úrslitum Evrópubikars karla, 30–27. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í dag. Þetta var fyrri leikur liðanna af tveimur en þau mætast aftur eftir viku í Bosníu.
Birkir Snær Steinsson skoraði fimm mörk í dag. RÚV/Mummi Lú
Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik fóru Haukar á flug. Liðið náði fjögurra marka forystu á 22. mínútu 13: 9. Haukar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15–12. Haukar héldu tveggja til fjögurra marka forystu út leiktímann. Leiknum lauk með þriggja marka mun, 30–27. Skarphéðinn Ívar Einarsson var atkvæðamestur Haukamanna með sex mörk.
Izvidac er í efsta sæti deildarinnar í Bosníu.
Nafnalisti
- Birkir Snær Steinsson
- Mummi Lúljósmyndari
- Skarphéðinn Ívar Einarssonleikmaður KA
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 130 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,74.