Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Ritstjórn DV
2025-04-02 08:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fjöldi Evrópuríkja hefur náð saman um að senda herlið til Úkraínu um leið og Rússar og Úkraínumenn undirrita friðarsamning.
Þessi ákvörðun var tekin á fundi evrópskra þjóðarleiðtoga í París í síðustu viku. Ekki var full samstaða um þessa ákvörðun en það skiptir engu máli sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Leiðtogar tæplega 30 Evrópuríkja og frá NATÓ og ESB sóttu fundinn en fundarefnið var stuðningurinn við Úkraínu og hvernig Evrópa getur ábyrgst öryggi landsins í framtíðinni.
Macron sagði að enn sé verið að vinna áætlunina en hún muni verða að raunveruleika. „Það ætti að geta róað Evrópubúa til langs tíma og fælt Rússland frá árásum í framtíðinni, „sagði Macron.
Evrópsku hersveitirnar verða „öryggissveitir“. Þær verða ekki staðsettar nærri víglínunum, heldur verða þær töluvert fyrir aftan þær. Er þeim ætlað að fæla Rússa frá frekari árásum á Úkraínu. Úkraínskar hersveitir verða áfram fyrsta varnarlínan en síðan taka hersveitir Evrópuríkjanna við.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við TV 2 að ekki sé útilokað að hersveitir frá ríkjum utan Evrópu verði einnig sendar til Úkraínu. Bæði Kanada og Ástralía hafa sagst opin fyrir hugmyndinni um að ríkin sendi hersveitir til Úkraínu.
Nafnalisti
- Emmanuel Macronforseti
- Mette Frederiksenforsætisráðherra
- NATÓhernaðarbandalag
- TV 2sjónvarpsstöð
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 206 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,61.