Veður

Vísbendingar um landris undir Svartsengi

Grétar Þór Sigurðsson

2025-04-04 15:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

GPS-mælingar sýna vísbendingar um landris hafið á ný í Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Líklegast er það áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi sem veldur landrisinu en hluti þess er vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins þann 1. apríl. Það er vegna þess þegar kvikugangar myndast þrýsta þeir jarðskorpunni frá sér til beggja hliða, segir á vef Veðurstofunnar.

Þar segir erfitt meta hraða kvikusöfnununar, mögulega þurfi bíða í allt viku til meta frekari þróun kvikusöfnunarinnar.

Aflögunarmælingar sýna enn mælast hreyfingar á GPS-stöðvum í grennd við norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Sömu gögn sýna einnig mælanlegar sprunguhreyfingar, um nokkra millimetra, í austurhluta Grindavíkur.

Talsverð gikkskjálftavirkni var við Trölladyngju í gærkvöldi og nótt. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 4 stærð. Jarðskjálftavirkni við kvikunganginn hefur aftur á móti farið minnkandi.

Enn er nokkur óvissa um þróun næstu daga og því er ekki hægt útiloka kvikuhreyfingar í ganginum, því er segir á vef Veðurstofunnar.

Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og heildarhætta á öllum svæðum er óbreytt frá síðustu útgáfu. Á því svæði þar sem síðustu eldgos hafa komið upp er hætta metin mikil. Hættan er metin töluverð í Grindavík og nokkur í Svartsengi og Bláa lóninu.

Nafnalisti

  • GPS-mælingarmögulega eitthvað kvikuinnskot á ferðinni

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 226 eindir í 14 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,76.