Flytjum fjöll

Sigrún Guðmundsdóttir

2025-04-04 15:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Stjórnun náttúruauðlinda og loftslag

Loftslagsvandinn er orðinn grafalvarlegur, en ótal leiðir eru færar taka almennilega á honum. Ennþá. Við bara verðum. Losun úr byggingariðnaði er umtalsverð, ekki síst í steypuiðnaði. Í þessari grein er fjallað um möguleikann á minnka þá losun og stjórnun náttúruauðlinda almennt.

Nýtt sement

Það er hægt minnka losun úr byggingariðnaði verulega með því breyta samsetningu sements (límið í steinsteypu). Mesta koldíoxíðlosunin í framleiðslu sementsins myndast við brennslu kalks sem ávallt er notað í venjulegt sement. Rannsóknir sýna með því skipta því út fyrir umbreytt gosefni, á ensku kölluð geopolymerþ.e. jarðfjölliðuð gosefni, búa til prýðilega steypu. Nánar fræðast um sementsframleiðslu, áhrif hennar á loftslag og jarðfjölliðusement í grein fyrrum framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, Guðmundar Ó. Guðmundssonar (1).

Fjallútflutningur

Ekki er langt síðan miklar umræður spunnust um útflutning á fjalli, auk efnis af sjávarbotni, frá Þorlákshöfn. Undrun yfir svo risastórum fyrirætlunum vék þó fljótlega fyrir alls kyns bollaleggingum og áleitnar spurningar vöknuðu. Er það skynsamlegt flytja heilt fjall úr landi? Hvað með innflutning? Er hann kannski á við fjöll? Allt báxítið, þ.e. meginhráefni álveranna, eitthvað af því alla leið frá Ástralíu. Málmgrýti (málmblendi-vinnsla) o.fl. í stóriðnaði. Afurðir stóriðjunnar eru lítt unnar og þannig fluttar úr landi. Ætli allt járnið, timbrið, sementið, malbikið o.s.frv. fyrir okkur íbúana á við nokkur fjöll? Þetta er alvanalegt.

Af hverju þarf flytja fjöllefnahagskerfið

, það er alvanalegt flytja heilu fjöllin þvers og kruss um heiminn. Við þurfum svo margt. Öll heimsbyggðin vill steypt hús og því er alþjóðlegi sementsrisinn Heidelberg Materials (HM) mættur hingað og bankaði uppá í Þorlákshöfn. Fyrst hélt ég HM ætlaði hefja þróun og síðan framleiðslu á jarðfjölliðusementi eins og Guðmundur leggur til í ofannefndri grein. Svo heppilega háttar til hráefni í þessa nýju gerð sements er líklega til hérlendis í fjallavís. Nánari eftirgrennslan leiddi hins vegar í ljós það var ekki ætlunin, aðeins frumvinnsla (mölun) og útflutningur til íblöndunar í venjulegt sement.

Steypa og loftslagsvandinn

Vegna loftslagsvandans fékk sænska ríkið sérfræðinga Jarðvísindastofnunar Svíþjóðar til skoða framboð á efnum sem gera steypu loftslagshæfari. Meðal álitlegra efna telja þeir íslensk gosefni. Með þeim minnka hlutfall kalks í sementi umtalsvert. Ekki síður telja þeir stutta flutningsleið til kosta (3). Staðreyndin er hins vegar það bráðliggur á hefja strax þróun á kalklausu sementi. Það þarf skipta út fleiri efnum, ekki bara jarðefnaeldsneyti.

Sjálfsbjörg og samvinna

Það er mikilvægt hafa góða innviði og vera nokkuð sjálfbjarga í viðsjárverðum heimi. Og , við verðum bara losa minna. Íslendingar eru stoltir af hitaveitunni, enda var vel uppbyggingu hennar staðið. Með henni tókst Íslendingum þess tíma minnka verulega notkun jarðefnaeldsneytis. Þessu fylgdi álitsauki útávið. Eins og önnur frumtök var hún dýr, en hún hefur reynst afbragðs vel og veitt ríkulega. Hitaveituvæðingin var vafalaust afsprengi stefnumótunar um miðja síðustu öld (uppúr sjálfstæði Íslands 1944), og gaf af sér 5 rannsóknar- og þróunarstofnanir (ríkisins) sem fleyttu þjóðinni inn í velferðarhagkerfi nútímans, þ.á.m. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Áratugum saman var sement framleitt hér, en síðar þótti það ekki borga sig lengur. Ansi margt í dag er metið útfrá peningum eingöngu. En það er kannski breytast. Faraldur, stríð, og loftslagsvandinn hefur markað spor. Happadrjúgt er muna öll velferð byggir á samvinnu, skynsamlegri stjórnun og þeim innviðum sem af henni hlaust.

Breytt heimsmynd

Heimsmálin eru ískyggileg og mikilvægt fara nýjar leiðir. Eða gamlar sem reynst hafa vel. Byggja aftur upp hæfilega rannsóknarinnviði. helsta jarðfjölliðu-sementssérfræðing nútímans, Davidovits (sjá nánar heimild 1), í lið með okkur, og erlenda háskóla sem standa framarlega í steypufræðum. Auk fjölþjóðlegs háskólaverkefnis, væri kannski gifturíkt endurvekja gosefna- og steinsteypunefnd, eða álíka fyrirkomulag. Í tíð Sementsverksmiðju ríkisins var stunduð alls kyns samvinna innan lands sem utan, sjá nánar bók Guðmundar Ó. Guðmundssonar um sementsframleiðslu á Íslandi (2). Eins var rannsóknar- og þróunarstarf blómlegt. Þannig var efnasamsetningu íslenska sementsins breytt, úrgangsefni (kísilryki) úr framleiðslu Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga ( Elkem) bætt í það, og tókst með því komast fyrir alkalískemmdir í steypu. Ekki er ólíklegt þetta hafi verið fyrsta hringrásar-iðnaðarferlið á landinu. Sementsverksmiðja ríkisins og Járnblendifélagið hf ráku síðan fyrirtækið Sérsteypuna, sem þróaði margskonar steypu- og múrvörur. Í þeirri þróunarvinnu lék kísilrykið stóra rullu, sjá nánar heimild 4.

Fjallútflutningur með meiru

Aftur til Þorlákshafnar. Íbúarnir höfnuðu tilboði HM, um stórtækan hráefnisútflutning, þar sem heilt fjall átti hverfa úr nágrenninu. Slíkan sjónarsvipti og heilmiklir þungaflutningar (fjallið) um almenningsvegi var meðal þess sem íbúar Þorlákshafnar kunnu ekki við. Einhver störf eru ekki nóg. Heidelberg Materials er hins vegar ekki hætt við fyrirætlanir sínar og er skoða aðstæður á Húsavík.

Auðlindir og lýðræði

Ekki eingöngu erlend fyrirtæki ráðskast með almannahagsmuni. Svipað og í Þorlákshöfn, eru Seyðfirðingar ekki ginnkeyptir fyrir nýju atvinnutækifæri, sjókvíaeldi. Meirihluta íbúa líst ekkert á þetta og hafa sumir varist af miklum krafti, en ekkert gengur. Útflutningur hráefna og lítil virðisaukandi vinnsla þeirra einkenna nýlendur. Nýting auðlinda eins og jarðefna, lífvera og vatns, sem og innviðir landsins eru málefni allrar þjóðarinnar og stjórnvalda stýra sjálfbærri þróun með lýðræðislegum hætti. Í þessu samhengi mæli ég með fræðandi viðtali Oddnýjar Eirar við Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor emerítu á Samstöðinni (5) um stöðu auðlindanýtingar og gagnlegar umbætur.

Þessi grein er skrifuð eftir fjölmörg samtöl við ofannefndan Guðmund. Okkur er annt um kynslóðir framtíðar.

Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur

Heimildir:

1. Mun sementsframleiðsla aftur verða tekin upp á Íslandi: https://kjarninn.is/skodun/2020-08-14-mun-sementsframleidsla-aftur-verda-tekin-upp-islandi/

2. Guðmundur Ó. Guðmundsson, Sementsiðnaður á Íslandi í 50 ár, Verkfræðingafélag Íslands, 2008

3. https://www.sgu.se/om-sgu/verksamhet/regeringsuppdrag/avslutade-regeringsuppdrag/alternativa-bindemedel-till-betong/

4. https://sites.google.com/view/sementogsteypa-is/heim

5. https://www.youtube.com/watch?v=OSgg30FiThM

Nafnalisti

  • Guðmundur Ó. Guðmundsson
  • Heidelberg Materialsþýskur sementsrisi
  • Kristín Vala Ragnarsdóttirprófessor
  • Oddný Eirrithöfundur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1044 eindir í 86 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 74 málsgreinar eða 86,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,52.