Óska eftir áliti almennings um málefni lífríkis
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-29 04:41
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Stýrihópur um stefnumótunarvinnu um líffræðilega fjölbreytni leitar eftir áliti og ábendingum frá almenningi um málefni lífríkis á landi, í sjó og ferskvatni. Hópurinn hefur boðað til tveggja samráðsfunda um málið.
Fundirnir verða fjarfundir og getur fólk komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Rætt verður hver séu brýnustu viðfangsefni er varða líffræðilega fjölbreytni. Meðal málefna sem óskað er ábendinga um eru tegundavernd, endurheimt raskaðra vistkerfa, áhrif mengunar og loftslagsbreytinga á lífríki og eyðing búsvæða á Íslandi.
Eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í aðsendri grein á Vísi um miðjan mánuð að varðstaða um líffræðilega fjölbreytni væri eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn.
„Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er.“ Það sagði Jóhann Páll kalla á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun.
Fundirnir verða haldnir í gegnum fjarbúnað og má finna hlekki á þá á vef Stjórnarráðsins. Fundur um málefni lífríkis á landi verður haldinn 2. apríl og lífríkis í sjó og fersku vatni 9. apríl.
Nafnalisti
- Jóhann Páll Jóhannssonfyrrverandi blaðamaður á Stundinni
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 192 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
- Margræðnistuðull var 1,55.