„Alvarlegt að stjórnvöld veiti villandi upplýsingar“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-07 14:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Dæmi eru um 12 ára börn hafi verið vistuð í fangaklefum á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði og börn hafi verið vistuð þar allt sex daga í einu. Þetta kemur fram í svari Barna- og fjölskyldustofu við fyrirspurn umboðsmanns barna.

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hafði áður fullyrt bæði við umboðsmann og mbl.is hámarksvistunartími í neyðarvistun í Flatahrauni væru tveir sólarhringar og notkun þess takmarkaðist við þyngstu tilfellin.

Samkvæmt starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins er þess hins vegar getið hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar.

Bæði forstjóri Barna- og fjölskyldustofu og ráðherra hafa tekið undir með umboðsmanni barna úrræðið í Flatahrauni óboðlegt börnum.

Vistun verið börnum mikið áfall

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem þess er krafist ráðuneytið upplýsi embættið tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið svo loka megi neyðarvistun í Flatahrauni. Þá eru gerðar athugasemdir við framkvæmdina og það stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar.

Fram kemur í bréfinu það hafi ítrekað komið fram, bæði opinberlega og samskiptum umboðsmanns við ráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofu, börn hafi ekki dvalið í Flatahrauni lengur en tvo sólarhringa í senn.

Umboðsmanni bárust hins vegar erindi frá foreldrum þar sem fram kom börn þeirra hefðu verið vistuð þar mun lengur, eða allt viku.

Einnig hefur komið fram í einhverjum tilfellum hafi ástand barnanna ekki verið með þeim hætti notkun úrræðisins hafi verið nauðsynleg. Þá séu dæmi um vistun á Flatahrauni hafi verið börnunum mikið áfall, segir meðal annars í bréfi umboðsmanns.

Fékk ekki svör fyrr en fyrirspurn var ítrekuð

Í kjölfarið óskaði umboðsmaður eftir upplýsingum um fjölda vistana og tímalengd hverrar vistunar frá Barna- og fjölskyldustofu. Svörin bárust ekki fyrr en fyrirspurnin hafði verið ítrekuð.

Í ljós kom frá því úrræðið var tekið í notkun í lok október á síðasta ári, hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti og vistun hafi varað í allt sex daga í senn. Þá hafi börn niður í 12 ára verið vistuð í úrræðinu.

Í ljósi framangreindra upplýsinga getur umboðsmaður ekki annað en gert alvarlegar athugasemdir við þessa framkvæmd. Benda framangreindar upplýsingar til þess frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og og komið hefur ítrekað fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og í svörum mennta- og barnamálaráðuneytisins, enda staðfesta opinber gögn börn hafi í reynd vistast þar í allt sex sólarhringa, segir einnig í bréfinu.

Þykir umboðsmanni barna alvarlegt stjórnvöld veiti villandi upplýsingar um svo mikilvæg efni sem varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu.

Ítrekað lýst þungum áhyggjum

Bent er á það hafi verið yfirlýst stefna börn séu ekki vistuð í fangaklefum, óháð ástæðum frelsissviptingar.

mati umboðsmanns er því mjög alvarlegt Barna- og fjölskyldustofa skuli reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu.

Umboðsmaður barna hefur ítrekað lýst þungum áhyggjum af því neyðarástandi sem skapast hefur innan meðferðarkerfisins og þeim aðkallandi vanda og úrræðaleysi sem þar ríkir, líkt og ítarlega hefur verið fjallað um á mbl.is.

Greint var frá því á mbl.is á sunnudag verið værið hraða endurbyggingu tveggja herbergja á Stuðlum sem nýta á undir neyðarvistun. Sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í samtali við mbl.is gert væri ráð fyrir herbergin yrðu tekin í notkun eftir fjórar vikur og þá yrði hægt loka úrræðinu í Flatahrauni.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 598 eindir í 26 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 23 málsgreinar eða 88,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.