Fær ekki að dæma vegna sam­skiptaörðug­leika

Sindri Sverrisson

2025-04-04 15:27

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur upplýst hvers vegna einn besti körfuboltadómari landsins hefur hvergi verið sýnilegur í stórleikjum undanfarið og í upphafi úrslitakeppni Bónus-deildanna.

Ég get staðfest Davíð hefur verið tekinn af niðurröðun á leiki, ótímabundið, vegna samskiptaörðugleika við dómaranefnd, segir Jón í stuttu samtali við Vísi.

Það hefur vakið athygli kraftar Davíðs Tómasar Tómassonar, alþjóðadómara sem í vetur hefur dæmt fjölda leikja erlendis í alþjóðlegum keppnum, skuli ekki vera nýttir til dæma í úrslitakeppninni á Íslandi.

Jón hefur ekki viljað tjá sig um málið við Vísi í vikunni, það er að segja ekki fyrr en í dag, eftir fund sem Davíð var boðaður á hjá dómaranefnd, í húsakynnum KKÍ. Þar staðfesti hann Davíð hefði ekki verið settur á leiki síðan í undanúrslitum VÍS-bikarsins í marsleik sem Davíð mun reyndar á endanum ekki hafa getað dæmt vegna veikinda.

Jón segist ekki geta tjáð sig um það í hverju samskiptaörðugleikarnir við Davíð felist. Aðspurður hvort til greina komi, eftir fundinn í dag, Davíð dæmi í úrslitakeppninni kveðst Jón aðeins geta sagt það um ræða ótímabundna ráðstöfun.

Átta liða úrslit kvenna halda áfram í dag og á morgun en leikur tvö í átta liða úrslitum karla er svo á sunnudag og mánudag.

Úrslitakeppni kvenna:

Leikur 2

Föstudagur 4. apríl

19.00 TindastóllKeflavík

19.30 GrindavíkHaukar

Laugardagur 5. apríl

18.15 StjarnanNjarðvík

19.00 ValurÞór Ak.

Leikur 3

Þriðjudagur 8. apríl

19.00 KeflavíkTindastóll

19.30 HaukarGrindavík

Miðvikudagur 9. apríl

19.00 Þór Ak.Valur

19.30 NjarðvíkStjarnan

Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl.

Úrslitakeppni karla:

Leikur 2

Sunnudagur 6. apríl

19.00 GrindavíkValur

19.30 KeflavíkTindastóll

Mánudagur 7. apríl

19.00 ÍR-Stjarnan

19.30 ÁlftanesNjarðvík

Leikur 3

Fimmtudagur 10. apríl

19.00 TindastóllKeflavík

19.30 ValurGrindavík

Föstudagur 11. apríl

19.00 StjarnanÍR

19.30 NjarðvíkÁlftanes

Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl.

Nafnalisti

  • Davíðtextasmiður og tónlistarspekúlant
  • Davíð Tómas Tómassoneinn fremsti körfuboltadómari landsins
  • Jón Benderformaður dómaranefndar KKÍ
  • ValurÍslandsmeistari
  • Þór Ak.(3. október 2020-25. janúar 2021)

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 348 eindir í 40 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 37 málsgreinar eða 92,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.