Tap í fyrsta leik Arnars Gunnlaugssonar
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-20 21:39
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Ísland tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta, 2–1. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar eftir að hann tók við sem þjálfari liðsins. Liðin eigast aftur við á sunnudag en leikurinn er sá fyrri af tveimur.
Kósovó skoraði fyrsta mark leiksins á nítjándu mínútu, þar var Lumbardh Delova á ferðinni. Forysta Kósovó lifði ekki lengi en þremur mínútum síðar hafði Orri Steinn Óskarsson svarað fyrir íslenska liðið og staðan, 1–1. Staðan var óbreytt þegar flautað var til hálfleiks.
Kósovó sótti hart í upphafi seinni hálfleiks og komust í forystu á nýjan leik á 55. mínútu. Elvis Rexhbecaj var þar á ferðinni. Hákon Rafn Valdimarsson var með stórgóða markvörslu í marki Íslands þegar Milot Rashica var kominn í dauðafæri fyrir Kósovó.
Þá var Kósovó nálægt því að tvöfalda forystu sína þegar Amir Rrahmani skoraði en markið var dæmt af þar sem boltinn kom við í hönd Rrahmani áður en hann fór í netið. Ísland átti nokkur góð færi undir lok leiksins en tókst ekki að jafna metin. Fleiri urðu mörkin ekki og 2 — 1 tap er staðreynd.
Samanlögð niðurstaða beggja leikja ræður úrslitum um það hvort liðið mun sitja í B-deild og hvort fer í C-deild.
Nafnalisti
- Amir Rrahmanivarnarmaður
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- B-deild1. sæti
- C-deildriðill 1
- Elvis Rexhbecaj
- Hákon Rafn Valdimarssonlandsliðsmarkvörður
- Lumbardh Delova
- Milot Rashicamiðjumaður
- Orri Steinn Óskarssonframherji
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 215 eindir í 13 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,80.