Stjórnmál

Segir ákall um breytingar: „Ég er klár í verkefnið“

Ritstjórn mbl.is

2025-04-01 21:57

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa fundið fyrir miklum meðbyr með Sjálfstæðisflokknum í borginni að undanförnu, sem könnun Gallup endurspegli.

Hún segir stóran hluta borgargbúa vilja Sjálfstæðisflokkinn aftur í forystu og hún kveðst vera klár í verkefnið.

Viðskiptablaðið birti í kvöld könnun sem Gallup framkvæmdi þar sem fram kom þriðji hver borgarbúi myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosningar færu fram í dag og meirihlutinn væri fallinn.

Við höfum skynjað mikinn meðbyr á síðustu mánuðum, það hefur verið jákvæður stígandi í könnunum og við auðvitað gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn. Málflutningur okkar á greinilega góðan hljómgrunn hjá borgarbúum, segir Hildur í samtali við mbl.is.

Segir mikla óánægju með meirihlutann

Í lok febrúar mynduðu Samfylkingin, Píratar, Sósíalistar, Flokkur fólksins og Vinstri græn nýjan meirihluta. Samkvæmt könnuninni fengju flokkarnir aðeins 10 borgarfulltrúa kjörna en 12 menn þarf til mynda meirihluta.

Hildur telur hluti af fylgisaukningunni megi rekja til óánægju borgarbúa með nýjan meirihluta í borginni.

Í könnuninni birtist þetta skýra ákall um breytingar, meirihlutinn fellur og verkleysið og vandræðagangurinn blasir við öllum. Það er ljóst stærstur hluti borgarbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur forystu í borginni. Ég er klár í verkefnið, segir hún.

Telurðu það hafi ekki orðið breytingar með nýjum meirihluta sem var myndaður í febrúar?

Nei, það tel ég ekki. Við erum sjá fimm flokka vinstrimeirihluta taka við af öðrum nokkuð vinstrisinnuðum meirihluta. Ég get ekki séð það hafi orðið nein stórkostleg breyting enn sem komið er, svarar Hildur.

Kosningabaráttan hafin

Á þessu ári hafa verið birtar tvær kannanir um fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg og umræða um borgarmálin mikið verið í brennidepli.

Kosningar fara fram í maí á næsta ári en Hildur var engu að síður spurð hvort hún teldi kosningabaráttan væri í raun hafin.

, ég myndi segja kosningabaráttan væri í raun hafin og maður finnur það á fólki það er farið lengja eftir því geta kosið hér upp á nýtt.

Nafnalisti

  • Hildur Björnsdóttiroddviti
  • Vinstri græneinfaldlega þannig flokkur sem segir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 359 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 95,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.