Íþróttir

Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrir­liði

Smári Jökull Jónsson

2025-03-20 20:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar.

Leikur Íslands og Kósovó í Þjóðadeild UEFA er í fullum gangi en leikurinn er fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar.

Leikurinn er liður í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar en liðin mætast á nýjan leik á sunnudaginn.

Kósovó tók forystuna í leiknum á 19. mínútu. Lumbardh Dellova skoraði þá með skoti á nærstöngina eftir vandræðagang í íslenska liðinu í kjölfarið á föstu leikatriði Kósóva.

Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði hins vegar Orri Steinn Óskarsson metin í sínum fyrsta leik sem fyrirliði Íslands. Orri Steinn fékk þá frábæra sendingu innfyrir vörn heimamanna frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni, lék á Arijanet Muric í markinu og kláraði vel.

Staðan í hálfleik var 11 en Kósovó kom út í seinni hálfleik af miklum krafti. Íslenska liðið var á köflum í nauðvörn á fyrstu mínútum hálfleiksins og á 59. mínútu skoraði síðan Elvis Rexhbecaj annað mark Kósovó og kom liðinu aftur í forystu.

Staðan er í hálfleik er 11 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á

Nafnalisti

  • Arijanet Muricmarkvörður Burnley
  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Elvis Rexhbecaj
  • Fadil Vokrriforseti knattspyrnusambands Kósóvó
  • Ísak Bergmann Jóhannessoníslenskur landsliðsmaður
  • Lumbardh Dellova
  • Orri Steinn Óskarssonframherji
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
  • Þjóðadeild UEFAA landslið karla

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 191 eind í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,82.