Íþróttir

Þungt hljóðið í Íslendingum eftir kvöldið - „Er þetta það besta sem er hægt að bjóða þjóðinni uppá? “

Helgi Fannar Sigurðsson

2025-03-20 21:48

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér neðar eru viðbrögð þjóðarinnar yfir leiknum.

Ísland byrjaði leikinn þokkalega en smátt og smátt tóku heimamenn yfir og kom Lumbardh Dellova þeim yfir á 19. mínútu eftir vandræðagang í vörn Íslands. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson svaraði þó skömmu síðar með flottri afgreiðslu eftir frábæran undirbúning Ísaks Bergmann Jóhannessonar.

Strákarnir okkar náðu ekki fylgja þessu eftir með betri spilamennsku úti á vellinum en staðan í hálfleik var 11. Seinni hálfleikur var vægast sagt slakur hjá íslenska liðinu og kom Elvis Rexhbejac Kósóvó yfir á ný á 58. mínútu. Meira var ekki skorað og 21 lokaniðurstaðan. Liðin mætast í seinni leik sínum, sem er skráður heimaleikur Íslands, á Spáni á sunnudag.

Falleinkunn því miður þessi leikur við Kosavov!

-Bomban (@BombaGunni) March 20, 2025

Ĺélegt heilt yfir hjá okkar mönnum gegn Kósóvó. Arnar á svo sannarlega verk fyrir höndum. Margir hálfgerðir farþegar eins og Mikael Egill, Andri Lucas og Ísak. Lykilmenn á borð Hákon og Albert slappir. Heilt yfir vonbrigði.

-Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 20, 2025

Seinni hálfleikur. 😓

-Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) March 20, 2025

Delulu góður striker. #fotboltinet pic.twitter.com/rKeirvocBa

-Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) March 20, 2025

Held ekkert leikkerfi knattspyrnunnar fari meira í taugarnar á mér en 4-4-2.

-Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) March 20, 2025

Orri Óskars looking like Prime Torres með þessu slútti

-Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) March 20, 2025

Eigum við í alvöru enga unga graða varnarmenn? Er þetta það besta sem er hægt bjóða þjóðinni uppá? Núna er mín 77 og Gulli ekki ennþá hitt á samherja. Svo sköllótti eldriborgarinn við hliðina á honum skakklappast þarna um völlinn, Hefur ekki 1 sinni haldið línu

-Fannar Bjarki Pétursson (@FannarPetursson) March 20, 2025

My captain! Get in!

-Jói Skúli (@joiskuli10) March 20, 2025

Nafnalisti

  • Albertleikmaður Genoa á Ítalíu
  • Andri Lucasbróðir
  • Arnarfrystitogari
  • B-deild1. sæti
  • Elvis Rexhbejac Kósóvó
  • Fannar Bjarki Pétursson
  • Guðlaugur Valgeirsson@ GulliValgeirs
  • Guðmundur Hilmarssonblaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins
  • GulliGuðlaugur Þór Þórðarson
  • Hákonsonur Bjarna Gíslasonar, pr. á Söndum í Dýrafirði, og k.h., Helgu Árnadóttur húsfreyju
  • Hrafnkell Sigurðssonmyndlistarmaður
  • Ingimar H. Finnsson@ ingimarh
  • Ísak Bergmann Jóhannessoníslenskur landsliðsmaður
  • Jói Skúliþáttastjórnandi
  • Lumbardh Dellova
  • Marchaðstoðarmaður Rangnick
  • Mikael Egilleinn yngsti leikmaður í sögu Fram til að spila mótsleiki
  • Orri Óskarsgeitin
  • Orri Rafn Sigurdarson
  • Orri Steinn Óskarssonframherji
  • Prime Torres

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 340 eindir í 34 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 64,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.