Þungt hljóðið í Íslendingum eftir kvöldið - „Er þetta það besta sem er hægt að bjóða þjóðinni uppá? “
Helgi Fannar Sigurðsson
2025-03-20 21:48
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér neðar eru viðbrögð þjóðarinnar yfir leiknum.
Ísland byrjaði leikinn þokkalega en smátt og smátt tóku heimamenn yfir og kom Lumbardh Dellova þeim yfir á 19. mínútu eftir vandræðagang í vörn Íslands. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson svaraði þó skömmu síðar með flottri afgreiðslu eftir frábæran undirbúning Ísaks Bergmann Jóhannessonar.
Strákarnir okkar náðu ekki að fylgja þessu eftir með betri spilamennsku úti á vellinum en staðan í hálfleik var 1–1. Seinni hálfleikur var vægast sagt slakur hjá íslenska liðinu og kom Elvis Rexhbejac Kósóvó yfir á ný á 58. mínútu. Meira var ekki skorað og 2–1 lokaniðurstaðan. Liðin mætast í seinni leik sínum, sem er skráður heimaleikur Íslands, á Spáni á sunnudag.
Falleinkunn því miður þessi leikur við Kosavov!
-Bomban (@BombaGunni) March 20, 2025
Ĺélegt heilt yfir hjá okkar mönnum gegn Kósóvó. Arnar á svo sannarlega verk fyrir höndum. Margir hálfgerðir farþegar eins og Mikael Egill, Andri Lucas og Ísak. Lykilmenn á borð Hákon og Albert slappir. Heilt yfir vonbrigði.
-Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) March 20, 2025
Seinni hálfleikur. 😓
-Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) March 20, 2025
Delulu góður striker. #fotboltinet pic.twitter.com/rKeirvocBa
-Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) March 20, 2025
Held að ekkert leikkerfi knattspyrnunnar fari meira í taugarnar á mér en 4-4-2.
-Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) March 20, 2025
Orri Óskars looking like Prime Torres með þessu slútti
-Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) March 20, 2025
Eigum við í alvöru enga unga graða varnarmenn? Er þetta það besta sem er hægt að bjóða þjóðinni uppá? Núna er mín 77 og Gulli ekki ennþá hitt á samherja. Svo sköllótti eldriborgarinn við hliðina á honum skakklappast þarna um völlinn, Hefur ekki 1 sinni haldið línu
-Fannar Bjarki Pétursson (@FannarPetursson) March 20, 2025
My captain! Get in!
-Jói Skúli (@joiskuli10) March 20, 2025
Nafnalisti
- Albertleikmaður Genoa á Ítalíu
- Andri Lucasbróðir
- Arnarfrystitogari
- B-deild1. sæti
- Elvis Rexhbejac Kósóvó
- Fannar Bjarki Pétursson
- Guðlaugur Valgeirsson@ GulliValgeirs
- Guðmundur Hilmarssonblaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins
- GulliGuðlaugur Þór Þórðarson
- Hákonsonur Bjarna Gíslasonar, pr. á Söndum í Dýrafirði, og k.h., Helgu Árnadóttur húsfreyju
- Hrafnkell Sigurðssonmyndlistarmaður
- Ingimar H. Finnsson@ ingimarh
- Ísak Bergmann Jóhannessoníslenskur landsliðsmaður
- Jói Skúliþáttastjórnandi
- Lumbardh Dellova
- Marchaðstoðarmaður Rangnick
- Mikael Egilleinn yngsti leikmaður í sögu Fram til að spila mótsleiki
- Orri Óskarsgeitin
- Orri Rafn Sigurdarson
- Orri Steinn Óskarssonframherji
- Prime Torres
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 340 eindir í 34 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 22 málsgreinar eða 64,7%.
- Margræðnistuðull var 1,57.