Efnahagsmál

„Undra­verð sjálfs­eyði­legging Bandaríkjanna“

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-04 15:17

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í leiðara Financial Times er því haldið fram nýleg ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um leggja umfangsmikla gagnkvæma tolla á viðskiptaþjóðir landsins, geti orðið eitt mesta sjálfsskaðaverk bandarísks efnahagslífs um áratugaskeið, ef aðgerðirnar verða langvarandi.

Leiðarinn, sem birtist undir fyrirsögninni America’s astonishing act of self-harm, segir tollarnir muni hafa víðtæk neikvæð áhrif á heimili, fyrirtæki og fjármálamarkaði víða um heim, auk þess veikja þann alþjóðlega efnahagslega stöðugleika sem Bandaríkin sjálf hafa átt þátt í skapa og notið góðs af.

Líkt og öllum ætti vera orðið kunnugst hyggst Trump innleiða að minnsta kosti 10% toll á allar innfluttar vörur, auk sértolla á lönd sem Bandaríkin hafa verulegan viðskiptahalla við, svo sem Kína, Mexíkó og Kanada.

Samkvæmt leiðaranum mun þetta hækka virka tollhlutfall Bandaríkjanna í hæsta stig í meira en heila öld.

Ritstjórn Financial Times segir röksemdir forsetans byggja á grundvallarmisskilningi þar sem hann meðhöndlar viðskiptahalla líkt og rekstrartap fyrirtækis, fremur en sem afleiðingu flókinna alþjóðlegra virðiskeðja.

Í leiðaranum er því spáð þessi ákvörðun muni leiða af sér aukna verðbólgu og minni hagvöxt í Bandaríkjunum, auk þess skaða efnahagsþróun í öðrum löndum, sérstaklega í Asíu og Evrópu.

Einnig er varað við því stefna Trumps geti leitt af sér hnattræna verndarstefnu. Ritstjórn hins virta viðskiptamiðils hvetur hins vegar viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna til forðast hvatvísa svörun og í staðinn beina áherslum sínum styrkingu fríverslunarsamninga sín á milli án aðkomu Bandaríkjanna.

Sjá einnig]] Hagfræðingar gáttaðir á útreikningum Trumps

Þetta var enginn sigurdagur fyrir Bandaríkin, segir í leiðaranum, og ef Trump nær sínu fram verður bandarískt efnahagslíf einangrað frá því kerfi sem hefur verið lykilforsenda velmegunar landsins síðustu hundrað ár. Heimurinn allur mun finna fyrir afleiðingunum, en önnur lönd þurfa ekki nauðsynlega feta í fótspor Bandaríkjanna.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Financial Timesbreskt dagblað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 316 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 72,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,51.