Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa
Sindri Sverrisson
2025-03-29 15:08
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda.
Real Sociedad segir frá því á samfélagsmiðlum sínum að Orri hafi fengið iðrakveisu og því þurft að hætta við að mæta Valladolid í dag.
Hann var í leikmannahópnum en samkvæmt útsendingu DAZN neyddist hann til að yfirgefa upphitun og halda til búningsklefa. Því var hann ekki skráður á endanlega leikskýrslu.
Án Orra náði Real Sociedad þó að knýja fram 2–1 sigur með mörkum frá Mikel Oyarzabal og Sergio Gómez. Juanmi Latasa minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma.
Real Sociedad er nú með 38 stig í 9. sæti deildarinnar en Valladolid á botninum með aðeins 16 stig eftir 29 leiki af 38.
Orri verður vonandi búinn að jafna sig fyrir stórleikinn við Real Madrid á þriðjudag í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Real Madrid er 1–0 yfir í einvíginu eftir sigur á útivelli í fyrri leiknum.
Nafnalisti
- DAZNstreymisveita
- Juanmi Latasaframherji
- Mikel Oyarzabalspænskur landsliðsmaður
- Orri Óskarssonungur framherji
- Real Sociedadspænskt lið
- Sergio GómezSpánverji
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 170 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 88,9%.
- Margræðnistuðull var 2,01.