Hneyksli ef forsætisráðuneytið rauf trúnað gagnvart borgara
Erla María Davíðsdóttir
2025-03-21 08:20
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvarlegt ef trúnaðarupplýsingum hafi verið lekið úr forsætisráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðherra. Hún segir enn mörgum spurningum ósvarað.
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir atburði gærkvöldsins hafa komið sér á óvart, þegar Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra greindi frá því að hún ætli að segja af sér. Það gerði Ásthildur skömmu eftir umfjöllun í fréttum RÚV um að hún hefði átt í sambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var 22 ja ára leiðbeinandi í trúarsöfnuði og eignast með honum barn.
Guðrún segir það alvarlegt, ef satt reynist, að trúnaðarupplýsingum hafi verið lekið úr forsætisráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðherra.
„Það er lykilforsenda að traust sé til stjórnsýslunnar að trúnaður sé haldinn. Það lítur þannig út að forsætisráðuneytið hafi rofið trúnað gagnvart borgara, og það finnst mér mjög alvarlegt. Mér finnst það hneyksli.“
Forsætisráðherra sé æðsti trúnaðarmaður þjóðarinnar og þurfi að svara fyrir þetta. Þrátt fyrir yfirlýsingar Kristrúnar Frostadóttur í gær, um að forsætisráðuneytið hafi ekki rofið trúnað, sé enn mörgum spurningum ósvarað.
„En mér finnst, og ég ítreka það, að mér finnst ósvarað hver aðkoma forsætisráðherra var að þessu máli.“
Þetta sé í annað sinn sem ráðherra í ríkisstjórninni beiti ráðherraembætti sínu í einkamálum.
„Og það hlýtur að segja okkur það að fólk þekkir ekki ráðherraábyrgð sína. Og það finnst mér alvarlegt fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Formaður SjálfstæðisflokksinsBjarni Benediktsson
- Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
- Kristrún Frostadóttirformaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 233 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,56.