Sæki samantekt...
Norska umhverfisráðuneytið hefur gefið reglur um hvernig laxveiði verður háttað þar í sumar. Víða er er veiðitímabilið stytt og veiða og sleppa er tekið upp í flestum ám með afar takmörkuðum kvóta. Dæmi eru um að laxveiðiár verði lokaðar í sumar.
Margir hafa beðið mjög spenntir eftir því hver niðurstaða stjórnvalda yrði varðandi laxveiðitímabilið í Noregi í sumar. Nú hefur línan verið gefin út. Norðmenn eru að taka upp veiða og sleppa og algengt er að kvóti sé einn lax á stöng á dag og tveir laxar á veiðimann yfir tímabilið. Víðast hvar er óheimilt að aflífa lax sem er stærri en 65 sentímetrar.
Veiðitíminn er mjög misjafn eftir ám. Sumar, eins og til dæmis Glomma opna 15. júní og eru með fullt þriggja mánaða veiðitímabil, þó með þeim takmörkunum sem nefnd eru hér að ofan.
Aðrar ár hafa fengið fyrirmæli um að stytta veiðitímabilið og er afskaplega misjafnt hversu langt það verður eftir svæðum í Noregi. Ef við tökum sem dæmi ána Sogndalselva þá má tímabilið hefjast þar 10. júlí og skal því ljúka 20. ágúst. Veiða og sleppa með eins lax kvóta gildir um nánast allar ár.
Þetta er mikil breyting því veiðimenning í Noregi hefur verið með töluvert öðrum hætti en hér á landi. Veiða og sleppa hefur ekki verið útbreitt og margir norskir veiðimenn er að veiða til að eiga lax yfir veturinn. Sjálfsagt hefur þetta minni áhrif á erlenda viðskiptavini sem koma til Noregs að veiða og eru vanarnir veiða og sleppa fyrirkomulagi í öðrum löndum.
Dæmi eru um að ár verði lokaðar í sumar eins og til dæmis Rauma og Næröydalselva. Friðunarsvæði eru tilgreind í nokkrum ám og einnig eru dæmi um að ekki megi veiða á sunnudögum.
En menn munu áfram þurfa að vera á tánum því staðan verður endurmetin á miðju sumri og þá geta þessar reglur tekið breytingum, hvort sem er til rýmkunar eða reglur verði hertar en frekar. Það var einmitt stöðumat á miðju sumri í fyrra sem leiddi til lokana víða um Noreg.
Aldrei hefur veiðst jafn lítið af laxi í Noregi og í fyrra. Gripu stjórnvöld þá til þess ráðs að loka 33 laxveiðiám um tíma en um helmingur þeirra var opnaður aftur nokkrum vikum síðar. Mikil óvissa ríkir því áfram í Noregi um hvernig sumarið mun verða.
Seinustu hundraðkallar sumarsins
Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm
Hvítá við Iðu
Ársæll Þór Bjarnason
19. september 19.9.
101 cm
Víðidalsá
Stefán Elí Stefánsson
4. september 4.9.
101 cm
Laxá í Dölum
Hafþór Jónsson
27. ágúst 27.8.
102 cm
Haukadalsá
Ármann Andri Einarsson
23. ágúst 23.8.
103 cm
Laxá í Aðaldal
Birgir Ellert Birgisson
12. ágúst 12.8.
103 cm
Miðsvæði Laxá í Aðaldal
Máni Freyr Helgason
11. ágúst 11.8.
101 cm
Laxá í Aðaldal
Agnar Jón Ágústsson
10. ágúst 10.8.
Skoða meira
Nafnalisti
- Agnar Jón Ágústsson
- Ármann Andri Einarsson
- Ársæll Þór Bjarnasoneigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn orkudrykkinn Nocco
- Birgir Ellert Birgisson
- Dagurgestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar
- Hafþór Jónssonformaður hafnarstjórnar Vesturbyggðar
- Iðaviðskiptafræðingur
- Máni Freyr Helgason
- Stefán Elí Stefánssonyfirmatreiðslumaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 464 eindir í 53 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 41 málsgrein eða 77,4%.
- Margræðnistuðull var 1,71.