Ís­lenskur fjölda­söngur í Murcia

Ingvi Þór Sæmundsson

2025-03-23 15:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fjöldi Íslendinga er mættur til Murcia til styðja karlalandsliðið í fótbolta í leiknum gegn Kósovó í dag.

Búist er við um þúsund Íslendingar verði á leiknum í dag sem hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Íslensku stuðningsmennirnir eur löngu byrjaðir hita upp fyrir leikinn. Þeir komu meðal annars saman í verslunarmiðstöð í Murcia og þöndu raddböndin eins og sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Íslendingar hafa verk vinna eftir 21 tap fyrir Kósovóum í fyrri leiknum í Pristína á fimmtudaginn.

Ef íslenska liðinu tekst snúa dæminu sér í vil í dag og vinna einvígið heldur það sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Annars fellur það í C-deildina.

Leikurinn í dag er fyrsti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann stýrði sínum fyrsta landsleik á fimmtudaginn.

Leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16:25.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Pristínahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 167 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.