Víðir bendir á hvað tekur við hjá landsliðinu og kveðst ekki spenntur - „Því hefur Arnar fengið að kynnast“
Helgi Fannar Sigurðsson
2025-03-25 11:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það er ljóst að Frakkar bætast í undanriðil Íslands, Úkraínu og Aserbaídsjan fyrir HM á næsta ári. Þetta varð ljóst þegar liðið lagði Króatíu í vikunni.
Víðir Sigurðsson, blaðamaðurinn þaulreyndi á Morgunblaðinu, ritar bakvörð í blað dagsins þar sem hann kveðst ekki spenntur fyrir komandi verkefni gegn heimsklassaliði Frakka, í ljósi þess hvernig fór fyrir íslenska liðinu gegn Kósóvó á dögunum.
Ísland tapaði 3–1 gegn Kósóvó á sunnudag, samanlagt 5–2 og féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Um fyrstu leiki Arnars Gunnlaugssonar sem landsliðsþjálfara var að ræða og óhætt að segja að liðið hafi ekki heillað.
„Eftir að hafa horft á íslenska landsliðið fá á sig fimm mörk í tveimur leikjum gegn Kósovó er það ekki beinlínis tilhlökkunarefni að sjá það glíma við Kylian Mbappé og hans félaga í september og október,“ skrifar Víðir meðal annars í pistli sínum.
Víðir segir að nú þurfi Arnar að fá hlutina til að smella á skömmum tíma. Ísland spilar æfingaleiki gegn Skotum og Norður-Írum í júní og svo tekur undankeppnin við í september.
„Arnar Gunnlaugsson á heldur betur krefjandi verkefni fyrir höndum við að móta gott lið fyrir undankeppnina í haust, þar sem vonast er eftir því að Ísland berjist við Úkraínu um annað sæti riðilsins og fari þar með í umspil um sæti á HM.
Landslið fær lítinn sem engan tíma til undirbúnings fyrir leiki. Að þjálfa landslið er allt annar veruleiki en að þjálfa félagslið og hitta leikmennina daglega. Því hefur Arnar fengið að kynnast. Segja má að leikirnir við Kósovó hafi verið einu leikirnir sem Arnar fær til að vinna með leikmönnunum og átta sig á stöðunni. Í júní þarf allt að smella saman.“
Bakvörð Víðis í heild má lesa í Morgunblaðinu í dag.
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- C-deildriðill 1
- Kylian Mbappéfranskt ungstirni
- Víðir Sigurðssonblaðamaður Morgunblaðsins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 307 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,68.