Sýndu Gaza samstöðu við Big Ben og golfvöll Trumps
Róbert Jóhannsson
2025-03-08 21:29
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Karlmaður klifraði berfættur upp einn turna Westminster-hallar í miðborg Lundúna í morgun með fána Palestínu meðferðis og er þar enn þegar þetta er ritað. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna og lögreglu dreif að til þess að ná manninum niður en ekkert hefur gengið hingað til. Lögregla girti af svæði í kringum höllina. Westminster-höll er líklega þekktust fyrir að hýsa Big Ben og breska þinghúsið.
Aðrir aðgerðarsinnar ollu talsverðu tjóni á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi, sem er í eigu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þar var málað hvítum stöfum á einn golfvöllinn að Gaza væri ekki til sölu, þar sem líklega er vísað ummæla Trump um að Ísrael færi Bandaríkjunum Gaza til uppbyggingar. Eins var valdið nokkrum skemmdum á golfskálanum og öðrum mannvirkjum við golfvöllinn.
Nafnalisti
- Big Benbjalla
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 124 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,79.