Viðskipti

Hafnir Pana­ma­skurðarins seldar til BlackRock

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-05 17:35

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hutchison Port Holdings, fyrirtækið sem rekur tvær hafnir sem liggja Panamaskurðinum, hefur samþykkt selja hluta sinn í höfnunum Balboa og Cristóbal til bandaríska fjárfestingafyrirtækisins BlackRock.

Fyrirtækið er dótturfélag CK Hutchison Holdings, sem er samsteypufélag í Hong Kong, og hefur rekið hafnirnar tvær síðan 1997.

Salan kemur eftir margra vikna kvartanir frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um skurðurinn undir stjórn Kínverja og Bandaríkin ættu endurheimta stjórn á þessari mikilvægu siglingaleið.

Félagið tilkynnti í dag það myndi selja hlut sinn fyrir 22,8 milljarða dala en samningurinn felur einnig í sér sölu á 43 höfnum í 23 löndum um allan heim. Ríkisstjórn Panama á hins vegar enn eftir samþykkja samninginn.

Sjá einnig]] Trump segir Panamaskurðinn í eigu Kínverja

Panamaskurðurinn var byggður árið 1914 af Bandaríkjastjórn en var honum svo skilað aftur til Panama árið 1977 undir leiðsögn Jimmy Carter. Bandaríkin höfðu þó haft stjórn á skurðinum síðan 1903.

Árið 1989 réðust svo Bandaríkjamenn inn í Panama til steypa þáverandi leiðtoga landsins, Manuel Noriega, af valdastóli og tíu árum síðar endurheimtu yfirvöld í Panama aftur fulla stjórn af skurðinum.

Rúmlega 14 þúsund skip sigla þar í gegn á hverju ári en frá október 2023 til september 2024 kom 21,4% af öllum varningi sem sigldi í gegnum skurðinn frá Kína. Það þýðir Kína er næststærsti notandi skurðsins á eftir Bandaríkjunum.

Nafnalisti

  • Balboaborg
  • BlackRocksjóðstýringarrisi
  • CK Hutchison Holdings
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Hutchison Port Holdings
  • Jimmy Carterfyrrverandi forseti Bandaríkjanna
  • Manuel Noriegapanamskur hershöfðingi

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 223 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,78.