Slys og lögreglumál

Loftárásir Ísraela algjörlega óviðunandi og hernaðurinn á Gaza „ber öll einkenni þjóðarmorðs“

Ævar Örn Jósepsson

2025-03-19 11:45

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ísraelsher drap yfir 400 Palestinumenn í loftárásum á Gaza aðfaranótt þriðjudags, þar á meðal fjölda almennra borgara, kvenna og barna. Hundruð særðust. Með árásunum gerðu Ísraelar endanlega út um vopnahléssamkomulagið við Hamas, sem þeir höfðu þegar þverbrotið síðustu sextán daga.

Það gerðu þeir með því stöðva flutninga allrar mannúðaraðstoðar til Gaza þann annan mars, daginn sem annar hluti vopnahlésins átti hefjast og mannúðaraðstoð til Gaza þar með stóraukast, samkvæmt samkomulaginu sem þeir skrifuðu undir.

Ísraelar kenna engu að síður Hamas um og segja árásirnar hafa verið gerðar vegna þess samtökin hafi þráast við sleppa gíslum og hafnað tillögum um framlengingu vopnahlés. Hið rétta er Hamas hefur sleppt öllum gíslum sem samið var um láta lausa í fyrsta, sex vikna áfanga umsamins vopnahlés, en ekki þeim gíslum sem samið var um veita frelsi í öðrum áfanga vopnahlésins, þar sem Ísraelar hafa neitað hefja framkvæmd þess áfanga. Og viðræður um framhald vopnahlésins, sem hófust á ný í Dubaí í síðustu viku, virðast úr sögunni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir þessar árásir hörmulegar og algjörlega óviðunandi. Brýnt koma vopnahléi aftur á hið fyrsta og hefja flutninga á mannúðaraðstoð til Gaza. Hún segir íslensk stjórnvöld þegar hafa komið mótmælum á framfæri við Ísraelsstjórn, en telur það engum til góðs, heldur ekki Palestínumönnum, Ísland síti stjórnmálasambandi við Ísrael. Það til þess eins fallið draga úr möguleikum íslenskra stjórnvalda til koma afstöðu sinni á framfæri við stjórnvöld í Ísrael.

Rætt var við Þorgerði Katrínu í Speglinum á þriðjudag, hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Nafnalisti

  • DubaíArnór Sigurðsson í fríi þar sem að ekki er leikið í ítölsku úrvalsdeildinni yfir hátíðarnar
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 284 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 75,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.