Viðskipti

Steypiregn á mörkuðum eftir að Trump útilokaði ekki lægð

Ritstjórn mbl.is

2025-03-10 18:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hlutabréfamarkaðir um víða veröld hafa fallið eftir Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki útiloka þjóðin horfði fram á samdrátt í kjölfar aðgerða forsetans í efnahagsmálum.

Trump neitaði útiloka þann möguleika í viðtali á Fox News í gær efnahagsaðgerðir, og einkum tollastríð, Trump-stjórnarinnar gætu valdið efnahagslegri lægð í landinu.

Ég hata spá um slíkt, sagði hann spurður um mögulegan samdrátt í ár. Enn fremur sagðist hann íhuga leggja enn þyngri tolla á Mexíkó og Kanada.

Viðtalið sjálft átti sér stað á fimmtudag en var sýnt í gærmorgun.

Um leið og markaðir opnuðu vestanhafs mátti sjá viðbrögðin við ummælum Trumps taka á sig mynd, þar sem S & P500vísitalan hefur fallið um 2,28%, því er New York Times greinir frá. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,31% og Nasdaq 100 fallið um 3,4%.

Er þetta versti dagurinn á Wall Street það sem af er ári.

Högg fyrir Teslu

Þá féllu einnig hlutabréf hjá hinni stórfenglegu sjöu, þ.e. tæknirisunum Apple, Microsoft, Alphabet (Google), Amazon.com, Nvidia, Meta og Tesla, sem allir lækkuðu um a.m.k. 2%.

Teslubréfin féllu um rúmlega 11% en fyrirtækið er í eigu Elons Musks, ráðgjafa forsetans.

Kína hefur svarað í sömu mynt við tollaaðgerðum Trumps, þar sem stjórnvöld í Peking hafa lagt hefndartolla á bandarískar landbúnaðarvörur. Tollarnir tóku gildi í morgun. Rafmyntin Bitcoin hefur einnig fallið um 1,66%.

Hlutabréf í Delta Air Lines hafa einnig hrapað um tæp 7%, sem og hlutabréf hjá United Airlines.

Danski Ozempic-risinn fellur um 8%

Hrun hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur endurómað í Evrópu þar sem þýska DAX-vísitalan hefur lækkað um 1,75% frá því markaðir opnuðu. EURO STOXX 50-vísitalan hefur jafnframt lækkað um 1,57%.

Hrun hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur bergmálað til Evrópu þar sem þýska DAX-vísitalan hefur lækkað um 1,75% frá því markaðir opnuðu.

EURO STOXX 50-vísitalan hefur jafnframt lækkað um 1,57%. Danska C25vísitalan hefur auk þess lækkað um 1,64%.

Auk þess hafa hlutabréf lyfjarisans Novo Nordisk, sem framleiðir sykursýkis- og offitulyfin Ozempic og Wegovy, lækkað um 8% það sem af er degi, sögn TV 2.

Nafnalisti

  • Air Lines
  • Alphabetmóðurfélag Google
  • Bitcoinrafmynt
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Elons Musksauðkýfingur
  • EURO STOXX
  • Fox Newsbandarísk sjónvarpsstöð
  • Nasdaqbandarísk kauphöll
  • New York Timesbandarískt dagblað
  • Novo Nordiskdanskt lyfjafyrirtæki
  • Nvidiaörflöguframleiðandi
  • Ozempicsykursýkislyf
  • TV 2sjónvarpsstöð
  • United Airlinesbandarískt flugfélag
  • Wall Streetkvikmynd
  • Wegovymegrunarlyf

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 364 eindir í 22 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 95,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,83.