Sæki samantekt...
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að ráðherra beita ódýrum brellum til þess að sannfæra fólk um að tvöföldun á veiðigjöldum muni ekki hafa áhrif á útvegsfyrirtækin í landinu.
Þetta kemur fram í viðtali við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur í Spursmálum Morgunblaðsins.
Þar segir hún að stórfyrirtækin í greininni muni efalaust standa af sér þessa stórauknu gjaldtöku. Hið sama gildi ekki um minni fyrirtækin sem muni leggja upp laupana og samþjöppun aukast.
Ódýr pólitík
Segir Heiðrún núverandi ríkisstjórn stunda ódýra pólitík þar sem ákveðið sé að gera einfaldlega eitthvað til þess að skora ódýr pólitísk stig.
Samtalið um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan en það er einnig rakið í textanum hér að neðan.
Hókus pókus áhrifamat
„Mér finnst það rosalega ódýrt þegar ráðherra kemur fram og segir að við séum með einhvern hræðsluáróður og að ekkert af þessu muni gerast og að áhrifin verði bara engin. Þá verður ráðherra að rökstyðja það og það er áhrifamat sem hefur ekki farið fram. Það er enginn sem hefur séð það hókus pókus áhrifamat að áhrifin verði engin.“
Ja, bíddu nú við. Þau segja hér í tilkynningunni sem maður sér ástæðu til að taka mark á, þetta kemur frá stjórnvöldum: Engin breyting verður á útreikningi veiðigjalds og mun útgerðin áfram halda 67% af hagnaði veiðanna en mun greiða 33% af hagnaðinum fyrir afnotin af auðlindinni.
Ef engin breyting verður á hlutunum og menn halda áfram 67% af hagnaðinum, þá geta menn nú varla kvartað?
Tala verður tandurhreina íslensku
„Já, þetta er, maður verður að tala tandurhreina íslensku. Þetta er bara einhver della. Því í fyrsta lagi er það ekki þannig að ríkið taki bara þriðjung og útgerðin haldi eftir tveimur þriðju af hagnaði fiskveiða. Virkur tekjuskattur af fiskveiðum er 58%. Ríkið tekur tekjuskatt, það tekur fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum og svo tekur það veiðigjaldið. Þannig að 58% renna til ríkisins eins og þetta er í dag og þá eru 42% eftir í fyrirtækinu til þess að fjárfesta, til þess að greiða út arð og svo framvegis,“ segir Heiðrún Lind.
Og hún bætir við:
„Og það að segja að við ætlum að tvöfalda veiðigjaldið en ótrúlegt en satt þá breytir það engu, við erum bara að taka þriðjung. Það getur vel verið að þú getir sagt, jú, jú þetta er bara þriðjungur af einhverri tilbúinni afkomu þar sem við erum að miða við eitthvað allt annað kerfi í Noregi, sundurslitnar veiðar og vinnslu, markaðsaðstæður sem Norðmenn búa við eða gengisbreytingar í Noregi sem hafa engin áhrif á reksturinn hér á landi er allt í einu farið að hafa áhrif á okkur.“
Viðtalið við Heiðrúnu má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Nafnalisti
- Heiðrún Lind Marteinsdóttirframkvæmdastjóri
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 474 eindir í 25 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 84,0%.
- Margræðnistuðull var 1,65.