Stjórnmál

Inga leggur niður stjórn Trygginga­stofnunar

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-17 15:06

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið leggja niður stjórn Tryggingastofnunar, því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Til stendur formlega leggja niður stjórn Tryggingastofnunar með lagabreytingu á Alþingi í vor. Lagabreytingin verður hluti af frumvarpi ráðherra til breytingar á lögum um almannatryggingar og fleiri lögum.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið segir þessi breyting gefi færi á því hagræða í rekstri Tryggingastofnunar. Talið er hagræðingin gæti numið á bilinu 1012 milljónir króna á ársgrundvelli.

Stjórnir stofnana sem heyra beint undir ráðherra þykja almennt hafa óljósa stöðu og hlutverk og bent hefur verið á hætta á óljósum ábyrgðarskilum stjórnar og forstöðumanns, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Í stjórnsýsluúttektum Ríkisendurskoðunar á stofnunum sem heyra undir yfirstjórn ráðherra hafa reglulega komið fram athugasemdir við skipan slíkra stjórna þar sem stjórnskipuleg staða þeirra oft ekki nógu skýr.

Tryggingastofnunin hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun seinustu stjórnar rann út í nóvember síðastliðnum eða við lok síðasta kjörtímabils.

Millibilsástand hefur þó ekki skapast þar sem yfirstjórnarhlutverk ráðherra og ráðuneytis hennar er skýrt lögum samkvæmt.

Þess geta hagræðingarhópur forsætisráðherra lagði á dögunum til skoðaður verði fýsileiki sameiningar Tryggingastofnunar og Sjúkratryggingar Íslands.

Nafnalisti

  • Inga Sælandformaður
  • Sjúkratryggingar Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 208 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.