Íþróttir

Stuðkarlar stilla strengina fyrir mót

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 22:15

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Valsmaðurinn Halldór Einarsson í Henson er ótrúlega frjór og nýjasta hugmynd hans er blása til endurfunda í Valsheimilinu fimmtudaginn 3. apríl í tilefni þess Melavöllurinn, sem var sunnan Hringbrautar og gegnt Þjóðminjasafninu, var tekinn í notkun fyrir um 99 árum.

Hittingurinn verður á léttu nótunum og bara til gamans gerður, og félagar mínir í hinum ýmsu knattspyrnufélögum hafa tekið vel í þetta, segir Halldór.

Melavöllurinn var ekki aðeins íþróttavöllur heldur jafnframt einn helsti samkomustaður bæjarins í áratugi. Þar fór fólk á skauta og spilaði íshokkí á veturna og svæðið var miðstöð knattspyrnu, frjálsíþrótta, handknattleiks, tennis og fimleika á sumrin. Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu fór fram á vellinum 1946 og Reykjavíkurfélögin æfðu þar um árabil, en völlurinn varð víkja fyrir Þjóðarbókhlöðunni og var endanlega lokað fyrir 40 árum.

Samkoman verður klukkan 17.0019.30 og er fyrst og fremst hugsuð fyrir leikmenn, stjórnarmenn og áhugamenn allra félaganna sem leikið hafa í efstu deild. Einkum er horft til áranna 19661982 í því sambandi með tilliti til þess síðasti leikurinn á Melavellinum fór fram 1981, en Halldór leggur áherslu á allir séu velkomnir og aðgangur ókeypis. Hægt verði kaupa sér drykki og pylsur með tómatsósu og sinnepi hjá Gunnari Kristjánssyni, Gunnari á Hlíðarenda, en þess geta á Melavellinum var bara hægt sinnep á pylsurnar.

Lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nafnalisti

  • Gunnar Kristjánssonprófastur emeritus
  • Halldór Einarssoneigandi Henson
  • Hensoníþróttafyrirtæki
  • MelavöllurinnÍslandsmótið í knattspyrnu haldið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 247 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.