Rússar segjast hafa endurheimt bæ í Kursk
Dagný Hulda Erlendsdóttir
2025-03-13 11:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Varnarmálaráðuneyti Rússlands lýsir því yfir að Rússlandsher hafi náð yfirráðum yfir bænum Sudzha í Kursk-héraði. Úkraínumenn náðu völdum þar í óvæntu áhlaupi í ágúst. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að herinn hafi frelsað bæinn og tvo aðra minni bæi í héraðinu. Samkvæmt úkraínska fjölmiðlinum Kyiv Independent hefur ekki borist staðfesting á þessu frá Úkraínuher.
Bærinn Sudzha er í um 10 kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Úkraínu og þar bjuggu um 6.000 manns fyrir áhlaup Úkraínuhers.
Rússlandsher hefur orðið töluvert ágengt síðustu daga við að endurheimta það landsvæði í Kursk sem Úkraínumenn náðu á vald sitt síðasta sumar. Valery Gerasimov, formaður rússneska herráðsins, lýsti því yfir í gær að Rússum hafi tekist að endurheimta nær níutíu prósent af öllu því landsvæði sem Úkraínumenn tóku yfir í Kursk.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti rússneska hermenn í Kursk í gær og lýsti því þá yfir að herinn væri við það að ná héraðinu aftur á vald sitt. Þetta er fyrsta héraðið í Rússlandi sem erlent ríki hertekur síðan í seinni heimsstyrjöld.
Valery Gerasimov, formaður rússnesk herráðsins og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í Kursk í gær. AP/Russian Presidential Press Service/Uncredited
Nafnalisti
- Kurskrússneskur kafbátur
- Kyiv Independentúkraínskur fjölmiðill
- Russian Presidential Press Service
- Valery Gerasimovformaður herforingjaráðs Rússlands
- Vladimír Pútínforseti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 194 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
- Margræðnistuðull var 1,65.