VeiðiViðskipti

Harðort opið bréf frá Finni í Stóru

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 11:51

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Finnur Harðarson, landeigandi og leigutaki Stóru Laxá hefur sent Sporðaköstum opið bréf til birtingar, í kjölfar aðalfundar í Veiðifélagi Árnesinga. Bréfið er birt hér í fullri lengd. Það er nýmæli Sporðaköst fái greinar til birtingar, og við bregðumst að sjálfsögðu vel við slíkum erindum. Feitletranir er höfundar.

Opið bréf til veiðiréttarhafa í Veiðifélagi Árnesinga-og allra sem nenna opna augun.

Stóra-Laxá er ekki bara laxveiðiá. Hún er hluti af náttúruarfi Íslendinga, spegilmynd óspilltrar fegurðar og grundvöllur samfélags sem hefur í gegnum kynslóðir miðlað virðingu fyrir villtum laxastofnum. Áin hefur laðað til sín veiðimenn hvaðanæva úr heiminumekki aðeins vegna stærðar fisksins, heldur vegna andrúmslofts, umhverfis og sögu. Hún er einnig undirstaða mikils vísindastarfs, sjálfbærrar nýtingar og samfélagslegrar ábyrgðar. Stofninn í Stóru-Laxá er stór og sterkur og virðist þola mikið viðnám en aðrir hlutar vatnakerfisins eru hruni komnir, sérstaklega ferskvatsnárnar, Sogið, Brúará og Litla Laxá sem voru eftirsótt stórlaxaveiðisvæði en eru í dag hrygðin ein.

Á hinn bóginn hefur Veiðifélag Árnesinga () gegnt mikilvægu hlutverki frá stofnun-sem sameiginlegur vettvangur veiðiréttarhafa til tryggja verndun og ábyrga nýtingu vatnakerfa í Árnessýslu. Félagið á vinna í þágu allra rétthafa, með gegnsæi, fagmennsku og samvinnu leiðarljósi. En í seinni tíð hefur eitthvað gerst. Eitthvað bognað. Eitthvað brostið.

Í kjölfar aðalfundar hinn 27. mars 2025fundar sem verður seint talinn til fyrirmyndar og formaður fór með endalausa vitleysu í ræðu sinnier ekki lengur hægt þegja. Við sem höfum lagt okkar af mörkum í verndun Stóru-Laxár og framtíð hennar sem hefur áhrif til góðs fyrir allt vatnakerfi getum ekki lengur horft upp á síendurtekna vanvirðingu, leyndarhyggju, valdníðslu og fjárhagslegt ógegnsæi.

Við birtum því eftirfarandi punkta í opnu bréfi. Ekki til ergjaheldur til vekja. Ekki til sundraheldur til byggja upp á og loks losa þetta fallega vatnakerfi úr viðjum fornaldarhugsunar og leynimakks.

Ólögleg fiskrækteða bara fiskabúr í felum?

Það er orðin hefð hjá stjórn stunda fiskrækt í Tungufelli og Laxeyri án rekstrarleyfis. Þetta er ekki einu sinni laumulegt lengursjá sjálf á vef MAST (https://www.mast.is/is/maelabord-fiskeldis/rekstrarleyfi-og-eftirlitsskyrslur). Hvernig hefur þessi starfsemi lifað árum samannema með viljaðri þögn?

Félagarhvar er peningurinn?

Stjórn fékk styrk frá Fiskistofu upp á 2,7 miljónir til rannsókna í Soginu og Stóru Laxá. En Stóra Laxá fékk nákvæmlega núll krónur. Öll fiskirækt var bönnuð í Stóru-Laxá á aðalfundi í fyrra en stjórn segist hafa sagt Fiskistofu verkefninu væri frestað. StóraLaxá sótti um styrk í Fiskiræktarsjóð fyrra til bæta aðgengi við ána en fékk ekkert. Stjórnarmaður í situr í stjórn sjóðsins. Önnur sambærileg verkefni fengu styrk. Engin skýrsla. Engin yfirlit. Bara svör á borð við við skoðum það síðar. Einhver mundi kalla þetta fjársvik.

Veiðieftirlit í skugga leynimakks?

Formaður , Jörundur Gauksson, neitar veita upplýsingar um hvað farið hefur í veiðieftirlit-sem kostar milljónir á ári. Fiskistofa segir það sem ráði þessu alfarið. Jörundur segir bara: Spyrðu einhvern annan. Hver ber ábyrgð?

Aðalfundur eða sirkus?

Aðalfundur 27. mars var ólöglegur. Erindi frá Stóru Laxár- og Tungufljótsdeildum voru einfaldlega hundsuð. Ritari fundarins hvarf á miðjum fundi og annar tók við með blýant og glósubók. Lagaheimildir? Engar. Fagmennska? Ekki séð.

Bréfaskrif og skætingur til nefnda-er þetta hlutverk formanns? Jörundur Gauksson virðist heltekinn af því klekkja á undirrituðum fyrir fylgjast með lögbundinni veiði. Á meðan er hann í sambandi við yfirvöld með bréfum sem eru full af tilhæfulausum ásökunum og ósannindum. Er hlutverk formanns vernda alla veiðiréttarhafaeða aðeins félaga sína?

Malarnám

hefur ítrekað verið bent á ólöglegt malarnám í Litlu-Laxá sem hefur viðgengist í áratugi en ekkert verið gert eða kært. Malarnám í Dalsá, möl notuð til lagfæra veg í Tungufellsdal. Ekkert gert í málinu. Ólöglegum seiðum sleppt í sömu á í þúsunda tali með samþykki .

Eldislaxar, lögreglukærur og undarlegar áherslur

Árið 2023 var allt veiðifólk hvatt til fylgjast með eldislöxum til 15. nóvemberen formaður vildi ekkert með það hafa. Hann kaus þess í stað kæra undirritaðan. Landssamband Veiðifélaga staðfesti rétt okkar. virðist ætla hlífa eldislaxinumog fórna villtum stofnum.

Gefast upp-félag í herkví

Félagar okkar í bergvatnsánum í vatnakerfinu eru hættir mæta á fundi félagsins þrátt fyrir yfirlýstar skoðanir sínar á starfsaðferðum og formanni félagsins. Netamenn, Hvítármenn og neðri hluti árkerfisins þar sem ástand er einna verst, standa ávallt saman með sitt atkvæðamagn, hafa ávallt undirtökin, allar ákvarðanir fyrirfram ákveðnar af formanni félagsins og fylgismönnum sem virðast skeyta engu um válega stöðu okkar villta laxastofns sem drepst í netunum þeirra en virðist hættur hrygna hjá þeim.

Og svo tölurnar-sem segja allt

Stóra Laxá hefur greitt nær helming rekstrar undanfarin ár. Samt fær hún enga virðingu, enga innsýn en aðeins hnýtingar og höfnun. Á sama tíma hefur hún fjárfest síðastliðin 3 ár:

· 14 milljónir í vísindastarf

· 12 milljónir í netauppkaup

· 60 milljónir í veiðislóðagerð

· 250 milljónir í nýju veiðihúsi

· 30 milljónir í viðgerðum og stækkun á eldri húsum

· samtals yfir 360 milljónir án þeirra farartækja sem blotnuðu

velti 6 milljónum árið 2024 (án styrksins sem við áttum rétt á hluta í). Þetta er ekki líkt félagiþetta er líkara gervistofnun í andarslitrum.

Það er stutt í laxinn lendi á válista ICES, en samt veiða netin á fullu og mikið um dráp er á neðri hluta svæðisins og í Hvítá þar sem seiðatölur eru einna verstar, veiðiálag mikið

og lítið um hrygningu. Við erum greiða fyrir netauppkaup neðar á svæðinu og á Grænlandi, samt erum við vond og ekki virt viðlits. Þessu ber linna og virðist vera fornaldarfyrirbæri sem netabændur stýra eins og sást á síðasta aðalfundi. Lögin virðast ekki jafnt yfir alla samanber stöðuna í Hvítá í Borgarfirði þar sem sátt ríkir um tilhögun veiða og hver deild/félag vinnur í sínu lagi uppbyggingarstarfi. Þetta fyrirkomulag í kringum virkar ekki!

Niðurstaða?

er ekki lengur lýðræðislegt félag í þjónustu allra veiðiréttarhafa. Það er í höndum klíku sem virðist vilja viðhalda gömlum völdum með leynd, þöggun og fjársóun, völd sem ganga í erfðir en skráður forráðamaður lést fyrir 20 árum. Þetta verður ekki liðið lengur. Við munum eftir atvikum vekja athygli á stöðu mála og í öðrum tilvikum kæra til réttmætra yfirvalda.

þarf breytingar. þarf uppstokkun. þarf koma réttinum í hendur þeirra sem raunverulega unna viltu laxastofnunum okkar.

Virðingarfyllst,

F.h. leigutaka Stóru-Laxár og veiðiréttarhafi

Finnur B. Harðarson

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.

102 cm

Hvítá við Iðu

Ársæll Þór Bjarnason

19. september 19.9.

101 cm

Víðidalsá

Stefán Elí Stefánsson

4. september 4.9.

101 cm

Laxá í Dölum

Hafþór Jónsson

27. ágúst 27.8.

102 cm

Haukadalsá

Ármann Andri Einarsson

23. ágúst 23.8.

103 cm

Laxá í Aðaldal

Birgir Ellert Birgisson

12. ágúst 12.8.

103 cm

Miðsvæði Laxá í Aðaldal

Máni Freyr Helgason

11. ágúst 11.8.

101 cm

Laxá í Aðaldal

Agnar Jón Ágústsson

10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Nafnalisti

  • Agnar Jón Ágústsson
  • Ármann Andri Einarsson
  • Ársæll Þór Bjarnasoneigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn orkudrykkinn Nocco
  • Birgir Ellert Birgisson
  • Dagurgestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar
  • Finnur B. Harðarsonfyrrverandi útgerðarmaður í Kanada og á Grænlandi
  • Hafþór Jónssonformaður hafnarstjórnar Vesturbyggðar
  • ICESvísitalan 146 milljarðar
  • Iðaviðskiptafræðingur
  • Jörundur Gaukssonformaður Veiðifélags Árnesinga fyrir birtingu fréttarinnar
  • Máni Freyr Helgason
  • Stefán Elí Stefánssonyfirmatreiðslumaður
  • Stóra-Laxátalin ein allra fallegasta laxveiðiá á Íslandi
  • Stóru Laxáefst svæði

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1255 eindir í 125 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 99 málsgreinar eða 79,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.