Veður

Hviður gætu náð 40 metrum í lægð sem gengur hratt yfir

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

2025-03-30 12:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kröpp lægð gengur yfir suðvestanvert landið eftir hádegi. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði vegna austan- og suðaustanhríðar.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir lægðina ekki mjög djúpa og hún fari hratt yfir.

Það hvessir af suðaustri og austri á undan henni og verður dálítið hvasst í tvo klukkutíma eða svo. Við höfum verið vara við því það geti orðið hviður allt 40 metrum á sekúndu, einkum undir Hafnarfjalli og þá þvert á veginn og síðan líka utanverðu Kjalarnes. Það er þá svona í kringum þrjúleytið, þrjú til fjögur, sem það verður verst.

Snjóar á Hellisheiði og í Þrengslum

Um tíma snjóar á Hellisheiði og í Þrengslum en Einar segir það standi stutt yfir, síðan hlánar. Hvasst verður austur með suðurströndinni á meðan veðrið gengur yfir.

Það hjálpar okkur kannski að þessu sinni hvað þetta fer hratt yfir, hvað það rýkur fljótt upp og gengur jafnharðan niður aftur. Svo er suðvestanátt í kjölfarið og það reikna með því það verði dálítið blint og erfitt um Holtaverðuheiðina í fyrramálið. Þó veðrið hafi verið alveg ágætt síðustu vikurnar þá er ekki alveg komið vor enn þá. Það eimir enn af vetri.

Nafnalisti

  • Einar Sveinbjörnssonveðurfræðingur

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 218 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 92,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.