Stjórnmál

Sakar Samfylkingu um sýndarmennsku

Ritstjórn mbl.is

2025-03-19 11:55

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar er varðar systkinaforgang á leikskólum sýndarmennsku.

Hún segir í færslu á Facbeook í gær misjafnt milli sveitarfélaga hvort systkinaforgangur gildi, en ekkert því til fyrirstöðu Reykjavíkurborg bjóði slíkan forgang.

Samfylkingin hefur verið í meirihluta í borginni frá árinu 2010, og þar af var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri frá 20112024. Í dag er samfylkingarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri.

Snúi út úr staðreyndum

Í stað þess axla ábyrgð á þeirri ófremdarástandi sem þau hafa skapað fjölskyldufólki í Reykjavík-með alvarlegum vandræðum í leikskólamálum-ákveða þau setja upp sviðsetta sýningu á Alþingi, skrifar hún.

Hún segir Samfylkinguna snúa þau út úr staðreyndunum og reyna klína ábyrgðinni á löggjafann.

Það er þeirra eigin stjórn borgarinnar sem hefur brugðist börnum og foreldrum.

Hún segir ekki hægt skrifa frumvarpið á saklausa tilraun nýrra þingmanna.

Nei, einn af flutningsmönnunum er enginn annar en Dagur B. Eggertsson sjálfur! sem hefur átt stærstan þátt í koma leikskólamálum í þann óboðlega farveg sem þau eru í dag.

Þessi leiktjöld Samfylkingarinnar breyta engu um þá staðreynd fjölskyldur í Reykjavík hafa setið fastar í leikskólamálaklúðri árum samanog ætlar nýr vinstri meirihlutinn ekki einu sinni reyna laga það áður en kosningar skella á.

Frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar er til breytingar á lögum um leikskóla. Í frumvarpinu er lagður til nýr málsliður sem hljóðar svo:

Sveitarstjórn er heimilt haga innritun með tilliti til þess systkini eða börn sem hafa sama lögheimili geti sótt sama leikskóla, sem og með hliðsjón af nálægð leikskóla við lögheimili barna.

Nafnalisti

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
  • Dagur B. EggertssonBorgarstjóri
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 289 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 93,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.