Endurgreiðslur aflagjalda gætu gert hafnarsjóð Vesturbyggðar óstarfhæfan

Ragnar Jón Hrólfsson

2025-03-15 18:36

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Enn er mikil óvissa um hvort eldisfyrirtæki í Vesturbyggð muni fara fram á endurgreiðslu aflagjalda eftir Landsréttur dæmdi innheimtu þeirra ólögmæta. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir fari svo Arnarlax krefjist endurgreiðslu á gjöldunum gæti hafnarsjóður sveitarfélagsins orðið órekstrarhæfur.

Þau eru algjör forsenda þess það hægt halda úti starfsemi á höfnum hjá okkur, segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Um háar fjárhæðir ræða sem séu stór hluti af tekjum hafnanna.

Björn Hembre, framkvæmdastjóri Arnarlax. Arnarlax/Björn Hembre

Enda er sjókvíaeldi stór hluti af atvinnustarfsemi hafna Vesturbyggðar, segir hún.

Björn Hembre framkvæmdastjóri Arnarlax sagði í samtali við fréttastofu ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort krefjast ætti endurgreiðslu eða ekki. Þörf væri á góðu samtali við Vesturbyggð áður en ákvörðun væri tekin.

Gerður Björk segir frekara samtal standi til á milli eldisfyrirtækjanna og sveitarfélagsins.

Við höfum verið í samtali og það er búið óska eftir fundi sem er þá gert ráð fyrir verði eftir rúma viku, segir hún.

Engin svör frá stjórnvöldum

Gerður Björk segir einnig hafi verið beðið um fund með stjórnvöldum um máliðbæði með Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Eyjólfi Ármannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Það hafi þó ekki gengið eftir þrátt fyrir ítrekaðar óskir.

Í frétt á vef Vesturbyggðar segir samkvæmt þeim lagaramma sem höfnum er settur innheimta aflagjalda eina færa leiðin til þess innheimta gjöld af þeim eldisfiski sem fer um hafnirnar. Sveitarfélög hefðu ekki getað farið í uppbyggingu á hafnarmannvirkjum í kringum sjókvíaeldi ef þau hefðu ekki talið það væri heimild til taka þjónustugjöld af eldisfiski vegna afla úr sjókvíum líkt og vegna annars afla.

Frumvarp um lagareldi sem lagt var fram af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, í apríl í fyrra náði ekki fram ganga.

Nafnalisti

  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttirþingflokksformaður
  • Björn Hembreforstjóri Arnarlax
  • Eyjólfur Ármannssonþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
  • Gerður Björk Sveinsdóttirverkefnastjóri
  • Hanna KatrínFriðriksson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 312 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.